...en þá er ég afmælisstelpa í dag :)
Jébbs loksins er stelpan orðin tvítug :) Þetta á örugglega eftir að vera frekar skrýtinn afmælisdagur þar sem að núna í fyrsta sinn...ever örugglega verð ég ekki vakin af fjölskyldunni með afmælissöng og morgunverði í rúmið (mamma það er spurning hvort að þið takið það ekki bara þegar að ég kem heim ;))
Njótiði dagsins :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
já, ekki spurning þú verður vakin með söng og morgunmat snemma að morgni þér að óvörum einhvern daginn í jólafríinu :) Til hamingju með daginn elsku, elsku besta Helena mín :) luvluv, mamma
Til hamingju með daginn, elsku Helena. Nú er sko orðið stutt í jólin fyrst að afmælisdagurinn þinn er runninn upp.
Kv. Ásdís
Elsku Helena! Innilega til hamingju með afmælið, ég trúi því ekki að það séu tuttugu ár frá því þú komst í heiminn, svo falleg með brúna hárlubbann - og það ertu sko enn!
Njóttu dagsins og það er gott að hugsa til þess að 28.nóv verði endurtekinn í Blikahjallanum í jóafríinu. Njóttu dagsins elsku frænka :) Ég nota líka tækifærið og óska ykkur Hildur og Jóhann til hamingju með stóru stelpuna ykkar.
Bestu kveðjur, Svanhildur og co
Ég hlakka svo til.. ég hlakka alltaf svo til.. en nú er tíminn svo lengi að líða, mér leiðist skelfing að þurfa að bíða... (o.s.frv)
jáhh þessa dagana á þetta jólalag (vona að textinn sé ágætlega réttur) alveg skelfilega vel við?? ekki satt;)
Hlakka OF mikið til að fara heim og beint í jól;)
Annars ætlaði ég bara að heimta blogg!! leiðist svo mikið í stærðfræðinni að það er ekki normal og enginn sem að bloggar þessa dagana, þar sem að allir eru í prófum.. En þar sem þú ert ekki í prófum, þá HEIMTA ég eitt stykki BLOGG;)
LUV frá London
Post a Comment