Sunday, November 23, 2008

Put your diamonds in the sky if you feel the vibe!

Úff...jæja þá held ég að ég sé loksins tilbúin að koma með Kanye blogg!


Mættar!

En á miðvikudaginn fórum við 5 stelpur saman að sjá Kanye West í Oberhausen í Þýskalandi. Ég og Hanna vorum búnar að taka spenninginn upp á nýtt level (gátum bókstaflega ekki sofið vegna spennu...ég vaknaði kl 6 á miðvikudagsmorgninum!) Hanna hafði keypt sér geeðveika húfu í Amster og ég fór í vikunni með Evu í ghetto búðina sem að við vorum búnar að finna niðrá Gare. Þar fann ég svarta pallíettu húfu...mjög töff! ;) Svo höfðu Hanna, Lilja & Kaja keypt Kanye gleraugu fyrir okkur allar í Amster. Til að toppa lúkkið braut ég frekar heilaga afmælisreglu á mínu heimili og fór í geeeðveiku strigaskóna sem að ég valdi mér í Liége (sorry mamma...en þetta var neyðartilfelli!)

Karitas var svo almennileg að fara á sínum bíl aka bláu þrumunni, og lögðum við í'ann um fjögur. Við vorum ekki búnar að keyra nema í ca 20-30 mín þegar að beið okkur þessi þvílíka bílastappa! Og fylgdumst við bara með mínútunum bætast við í naviinu hjá okkur! Og svona var það alla leiðina endalaust af einhverjum vegaframkvæmdum með tilheyrandi stöppum! Það verður bara að segja eins og er að bíllinn sem að Kaja er á er enginn mega bíll...þannig að við skiptumst á að keyra. Þegar að það kom að mér þá útilokaði ég algjörlega alla spennu til þess að ég gæti einbeitt mér 100% að akstrinum. Enda hélt ég að puttarnir mínir ætluðu að detta af ég hélt svo fast um stýrið! Þetta hafði samt ákveðnar afleiðingar í för með sér.....þegar að Hanna sá hvað ég var stressuð og einbeitt varð hún enn stressaðri....svo þegar að ég var búin að leggja bílnum áttaði mig loksins á því að við værum komnar sá ég hvað Hanna var geðveikt stressuð þannig að ég varð enn verri! Við vorum þá 3 eðlilegar stúlkur og 2 við það að líða útaf vegna stress og spennu sem að gengum inní tónleikahöllina í Oberhausen. Við fórum og fundum sætin okkar og því lengur sem að við biðum magnaðist alltaf hnúturinn sem að var mættur í magann á mér!!

Eva var svo spennt að hún sofnaði ;)


Kallinn mætti svo á svið kl 9.....nettari en ALLT! Lá á sviðinu og var fyrsta lagið Good morning (eins og ég og Hanna vorum búnar að spá fyrir um!). Sviðið var ekkert smá flott...búið að búa til eins og yfirborð á einhverri plánetu. En það er semsagt heildar "conceptið" á tónleikum...geimskipið hans 'Jane' hrapar á ókunnugri plánetu! Mjög töff ;)
En öll þessi spenna og stress gjörsamlega sprakk um leið og K mætti á sviðið! Ímyndið ykkur gömlu Bítla myndböndin þar sem stelpurnar eru gjörsamlega að flippa....öskra og gráta...þannig vorum við Hanna! Ekki að ýkja! Hef aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta! En hann var GEÐVEIKUR! Highlight of my life!!!!!! Fannst reyndar ömurlegt að það var eitthvað að símanum mínum þannig að ég gat ekki hringt í Eygló mína (við förum á hann eftir áramót beibsla!!!!)
Við vorum líka ekkert smá flottar allar með Kanye gleraugun...klikkuðum reyndar algjörlega á því að taka mynd af okkur öllum saman!
Á meðan hann var á sviðinu er ég nokkuð viss um að ég missti öll tengsl við veruleikann...fann ekkert fyrir því hvað ég var ótrúlega svöng og þyrst (helltist líka allt yfir mig um leið og tónleikarnir voru búnir). Tónleikarnir voru 1&1/2 tími og liðu allt of hratt! En ég hef ekki neitt út á þá að setja...hann var LEGENDARY! Everything we dreamed of! Ég og Hanna vorum búnar að ákveða að kaupa okkur bol á tónleikunum en þegar að við komum að bolasölunni voru þeir bolir sem að okkur langaði í búnir...ákváðum við þá að kaupa okkur í staðin svona passa...mjög flottir, og kaupa þá bara bolinn á netinu. Fólkið sem að var að selja bolina var girt af og ég kalla bara á þann fyrsta sem að ég sé hvað við ætlum að kaupa...sendi hann mér þá frekar undarlegt look og sagðist bara vera þarna til að árita diskana sína, þá var þetta semsagt rappari sem að heitir Consequence. Ég held að hann hafi orðið frekar móðgaður...og ekki batnaði það þegar að fleiri fóru að biðja hann um hjálp. Eftir smá bið fengum við svo loksins passana okkar!
Héldum svo sjúklega sælar aftur í bílinn og byrjuðum á að stimpla inní naviinn hvar næsti KFC væri. Eftir 30mín akstur fundum við svo KFC en þá var greinilega nýbúið að loka....því brunuðum við bara á makkarann sem að var nánast í næsta húsi. Ég hef komist að því að McDonalds er lifesaver...hefur bjargað mér nokkrum sinnum þegar að ég er algjörlega að farast úr hungri...þetta var eitt af þeim skiptum!

Hanna og Karitas skiptust svo á að keyra á leiðinni til baka og vorum við komnar heim um 3. Ég gat hins vegar ekki sofnað fyrr en kl 4! Fimmtudagurinn var hins vegar einn undarlegasti dagur í mínu lífi! Ég veit ekki ennþá hvað gerðist en ég var bara eins og í einhverri leiðslu allan daginn! Fór eiginlega í gegnum daginn í einhverju mógi....fannst ég bara eitthvað svo tóm og vissi eiginlega ekkert hvernig ég ætti að haga mér! Ég og Eva fórum í frönsku og ég hélt bara enganveginn einbeitingu - held ég hafi aldrei upplifað jafn langan dag!! Svo gat ég ekki hugsað mér að hlusta á neitt annað en Kanye...en hins vegar gat ég það ekki einu sinni þar sem um leið og ég heyrði eitthvað með honum fékk ég bara sting í hjartað og nánast tár í augun!! (Nei mamma ég er alveg viss um að það var ekki heilaþvottur í gangi og ég er ekki gengin í sértrúarsöfnuð!) Þetta var svakalegt! Og ég er bara fyrst núna að fá mig til þess að segja almennilega frá þessu! Aldrei nokkurntíman upplifað neitt þessu líkt áður...og geri ekki ráð fyrir að þetta muni gerast aftur...nema þegar að ég fer aftur á Kanye :P

Svo komu rosa góðar fréttir, en Lilja átti að fara heim núna á laugardaginn....en vegna umferðarteppu á leiðinni til Frankfurt missti hún af vélinni. Hún náði þá að breyta miðanum þannig að hún ætti flug heim á morgun (mánud) En hún er búin að finna sér núna nýjan samastað og ætlar því að vera hér með okkur lengur :) Og nær því að vera með í gleðinni á föstudaginn :D

En það eru einungis 5 dagar í afmælið mitt :) Mamma og María komu með pakka handa mér og bíða þeir núna bara eftir að verða opnaðir...ég get ekki beðið mikið lengur!!! Held að ég þurfi kannski að láta bara Evu geyma þá fyrir mig!

Talandi um Mömmu og Maríu en þær komu einmitt í heimsókn til mín um síðustu helgi þ.e.a.s þær komu á fimmtudag og fóru aftur á sunnudag. Og var roooosa gott að fá þær í heimsókn :) Ég rúntaði með þær út um allt til að sýna nú mömmu Lúx og hversu mikið borgin hefði breyst! Á föstudeginum vorum við bara í rólegheitunum að rölta um í bænum en á laugardeginum fórum við í smá bíltúr til Trier...og tókum Evu með okkur :) Um kvöldið fórum við svo allar saman út að borða á Hotel Italia! En frá því að ég kom til Lúx hefur mamma alltaf verið að tala um þennan veitingastað/hótel og að ég þyrfti endilega að hafa augun opin fyrir honum, helst reyna að finna hann! Ég var búin að keyra út um allt en aldrei rak ég augun í þennan stað! Kom svo ekki í ljós þegar að við fórum þarna á laugardagskvöldinu að ég og Eva keyrum þarna framhjá 2x í viku!!! Meira að segja er stórt neon skilti merkt Hotel Italia utan á húsinu - tókum ekki alveg eftir því!
Svona getur maður nú verið stupid stundum :P
Ég get nú ekki sagt að sunnudagurinn hafi verið neitt sérstaklega skemmtilegur dagur!! Það var alveg ótrúlega erfitt að kveðja mömmu og Mæju og veit ég ekki alveg hvernig ég á eftir að fara að því að kveðja alla aftur eftir áramót! Eva hins vegar yndið sem að hún er hélt mér félagskap og kom mér í gegnum daginn ;) Takk elskan þú er yndisleg ;**

Jæja held að þetta sé nú orðið sögulega langt blogg - þannig að ég held að ég hætti hér !

Lag dagsins: Heartless - Kanye West....því hann er legend og 808s & Heartbreak kemur út á morgun :)



Ég & Hanna - Við vorum klárlega nettustu tónleikagestirnir!!!

6 comments:

Unknown said...

hehe jæja Helena nú held ég að það sé tími til kominn to leave Kanye behind og joina mér í jólatilhlökkuninni;) ÞAÐ ER AÐEINS 1 MÁNUÐUR TIL JÓLA!!!!!!!

Helena said...

"Leave kanye behind"???.....ertu eitthvað rugluð stelpa ;) Það mun ég sko klárlega ekki gera...hins vegar skal ég alveg joina jólatilhlökkunina!! ;)

Anonymous said...

DJEISUS erum við að grínast á löngu bloggi???
hahaha, vá hvað ég öfunda ykkur á að hafa farið á þessa tónleika! og ég sjúklega mikið að fara fá þessa derhúfu lánaða einhverntíman!;*;*;*

Unknown said...

hahaha þið eruð bestar!! og já ég bíð OFUR spennt eftir að fá að sjá myndböndin!!

og úfff já hvað McDonalds getur bjargað manni!! Eigum við að ræða Turkey eða?? þú hefur nú varla verið það svöng?? eða hvað?

hlakka til að sjá þig á klakanum skvísa:*:*

kossar frá London

Anonymous said...

Hæ frænka
Rakst óvænt á slóð á bloggið þitt þegar ég var að googla "H&M Liege" ég var á leiðinni þangað og var sð spá í hvort að hér í Liege væru fleiri en ein H&M búð. Hemur ekki bara ..Helena í Lúx í næstu línu fyrir neðan í leitarniðurstöðum ??? Ert þú sérstakur styrktar aðili Hannesar & Marðar ?? Google finnst þið allavega vera jafn náin og Ingvar og Gylfi, Bang & Olufsen; Bing & Gröndal, Stebbi & Eyfi...
Já nú er ég hér í fabulous Liege í nokkra daga með stuttum ferðum til Turku í Finnlandi til að kíkja á jólasveininn. Fer heim aðfaranótt fimmtudags og ætla að passa mig á pollunum þangað til.
Ps. Gaman að sjá hvað það var gaman á tónleikunum með svarta manninum, en það slær nú ekkert út
Backstreet boys sem þú sást í Boston forðum er það nokkuð ??

Bestu kveðjur frá Pollabæ,
Gunni

Anonymous said...

Aþena hefði líka gefið aðra hendina fyrir að fá að sjá Kanye
taka "Stronger" life.:-)
Kv Gunni