Thursday, April 30, 2009

It's Amazing...

...so amazing!

Jæja þá er ég bara mætt aftur til Lúxlandsins..og það er bara ofsalega fínt að vera komin aftur "heim" :)

En Florida ferðin var í einu orði sagt yndisleg! Hefði ekki getað beðið um betri ferð!
Ég flaug til Íslands 3. apríl frá Frankfurt og var svo ótrúlega heppin að Karitas 'lifesaver' var að fara á Main að sækja systur sína sem að var að koma í heimsókn til hennar, þannig að ég fékk far með henni út á völl :) Var ótrúlega fegin þar sem að ég var ekki alveg að nenna að taka lestina!

Þegar að ég lenti svo á Íslandi tókst mér að fá vægt taugaáfall...aðeins vegna misskilnings! Ég kem semsagt út úr vélinni og ætla að finna þjónustuborðið svo að ég geti fengið boarding pass til Orlando. Ég lít á e-miðann minn og svo á klukkuna mína...sem að var stillt á Lúx tíma...og bara FOOOKKK ég er að fara að missa af fluginu! Vélin fer eftir 20 mín og ég er ekki með miða! Ég hleyp yfir allan stóra salinn í Leifstöð og á þjónustuborðið sem er þar útí enda! Lokað! Frick! ok..það er annað þjónustuborð við gate 11...ég hleyp þangað! Lokað! Double Frick! Ég bókstaflega hljóp í gegnum vegabréfseftirlitið og niður á þriðja þjónustuborðið...á þessum tímapunkti var ég farin á titra og svitna eins og hálfviti! Sem betur fer var borðið opið og ég fer að tala við konuna og segja henni að mig vanti boarding pass en ég hafi verið að koma frá Frankfurt og sé að halda áfram til Orlando...hún spyr hvað ég heiti, hvort að þetta sé staff miði, hvað pabbi heiti, fór svo að segja mér frá einhverju veseni með miðana þeirra mömmu, Maríu og Tómasar...og ég alltaf lítandi á klukkuna...og hugsaði bara hvað í ansk...er að þessari konu! sér hún ekki að ég er að missa af vélinni!!! Það eru frickin 10 mín í brottför! Ok ég fæ boarding pass og hljóp að hliðinu mínu og settist þar niður!
WTF! Afhverju er eeeenginn við hliðið mitt!! og hvar er mamma!!!
ég held áfram að titra og sendi mömmu svo sms hvar í ósköpunum þau séu eiginlega!
Svo lít ég á skjáinn við hliðið mitt...og á klukkuna á skjánum...16:05...wtf...kíki svo á klukkuna mína...18:05...aaaaaaaa....aaalveg rétt! það er búið að breyta klukkunni...núna er 2 tíma munur en ekki bara klukkutími!!! Hálfviti Helena Hálfviti!
Þannig að ég var búin að vera í taugaveiklunar kasti að svitna og titra eins og einhver fáviti út af engu! Glæsilegt! Svo hringdi mamma og þá voru þau akkurat að koma úr gegnumlýsingunni!
En það var bara æði að hitta þau aftur :)...þó svo að ég titraði ennþá!

Amma og afi komu svo að sækja okkur á Sanford og var líka yndislegt að hitta ömmu og afa aftur! Við keyrðum svo í 2 1/2 tíma til Dunedin (30mín frá Tampa) þar sem að þau eiga mjög sæta íbúð! Ég held að ég geti ekki lýst því hvað ég var fáránlega þreytt þegar að við komum! ég var búin að koma með yfirlýsingar að ég myndi sofa fram á sunnudag ég væri svo þreytt, þannig að það myndi ekkert þíða að reyna að vekja mig um morguninn...nei nei var ég svo ekki bara vöknuð á undan öllum!

Tómas varð svo 16 ára 5. apríl og var því farið á Denny's í morgunmat..mmm...við kíktum svo aðeins í mallið...keyptum svo rosa fína Oreo afmælisköku í Publix til að hafa í kaffinu! Og auðvitað fórum við svo út að borða á Outback um kvöldið...yum yum yum!!! Ég var reyndar frekar svikin um afmælissöng fyrir afmælisbarnið, þar sem að ég ætlaði að láta syngja fyrir hann á Outback en Tómas flúði bara! María reyndar bætti þetta aðeins upp með því að hafa rappað fyrir Tómas um morguninn...og í kaffinu ;)


AMMMÆLI!!!! (ég held að ég hafi verið mun spenntari fyrir þessu en afmælisbarnið!)

Commuityið sem að amma og afi eiga heima í er vægast sagt mjög fyndið! Sérstaklega þegar að það kemur að sundlauginni! Þetta var svona eins og samblanda af Del Boca Vista & In her Shoes. Þannig að þetta voru bara við og svo full laug af gömlu fólki..sérstaklega gömlum konum sem að komu ekki útí fyrr en eftir hádegi því að þær voru búnar að eyða öllum morgninum í að mála sig og búa til hjálm á hausinn á sér! Svo voru þær allar með pallíettu-der í mismunandi litum!


Í biðröð á leiðinni í Busch!

Við fórum svo í 2 garða, Busch gardens & Adventure Island. Við byrjuðum á því að fara í Busch. Úff...ég held að það hefur örugglega verið sett þennan dag það var svo fááránlega mikið af fólki! Það var 60-90 mín bið í öll tækin en samt var garðurinn sjálfur stútfullur af fólki! Við náðum samt að fara í nokkur tæki! En hér eru svo nokkar myndir frá deginum!



SHEIKRA! Úff úff...ég ákvað að sleppa í þetta skiptið en ég ÆTLA í þennan rússíbana! Pabbi fór einn..algjör hetja! 200 fet og 90° beeeiint niður! BYAHH!


Tómas var ekkert alltof sáttur með að þurfa á bíða í röð allan daginn!...afsakið mygluna hjá undirritaðri! var ekki alveg að nenna að mála mig! hahaha

Mér finnst við vera mjög aðlaðandi fjölskylda...verst að það vantar bara mömmu..en hún fór ekki með okkur í síðasta tækið þar sem að við rennblotnuðum öll!

Þegar að var svo verið að loka garðinum tók bara við risa röð til að komast ÚT úr garðinum!

Við borðuðum svo rosalega góðan mat á páskadag! Honey glazed ham...mmmmm...rosa gott :D
Fórum svo í mini golf eftir matinn...mjög nice að kananum finnst óþarfi að loka öllu yfir hátíðirnar!


Veit ekki alveg afhverju María fann sig knúna til að sýna þennan svip þar sem að hún endaði í 2. sæti!



Seinni vikuna fórum við svo í Adventure Island sem að er vatnsgarður og er bara beint á móti Busch! Það var líka rosa skemmtilegt! sérstaklega þar sem að það var mjög lítið um raðir :) Þegar að AI lokaði skruppum við svo bara aftur yfir í Busch svo að ég og pabbi gætum farið í rússíbana sem að við náðum ekki að fara í þegar að við fórum fyrst! það var bara geðveikt!!!! Hefði helst vilja fara 100x í röð!


Við ætluðum fyrst að fara heim á miðvikudegi en pabbi sá svo að það væru laus sæti á laugardeginum þannig að við lengdum ferðina örlítið...sem að var bara geðveikt þar sem að ég var alls ekki tilbúin að fara heim á miðvikudeginum!
En þegar að það var svo loksins komið að því að fara heim keyrðu afi og pabbi okkur út á völl..en pabbi varð eftir þar sem að hann var að fara að halda áfram að tana á Miami & Venezúela!

Þegar að við komum út á völl komumst við svo að því að ég væri ekki með sæti! FRÁBÆRT! það var ekki eins og ég ætti nebblega 20 tíma ferðalag framundan! En ég og mamma skiptumst þá bara á að sitja afturí eldhúsi! þannig að ég náði alveg að sofa aðeins ;) En þegar að vélin lenti svo fannst mér frekar furðulegt að heyra "velkomin heim"..þar sem að ég var bara alls ekki komin heim!

Ég ætlaði mér svo að taka rútuna frá Main á Hahn og svo rútuna þaðan til Lúx. En ég var svo ótrúlega heppin að það voru nokkrar fjölskyldur að koma á sama tíma og ég! Þannig að fjölskyldan hennar Hröbbu var svo yndisleg að gefa mér far heim :) Mikið óskaplega var ég fegin hahaha...veit ekki alveg hvenær ég hefði verið komin heim ef að ég hefði farið með rútunum..hvað þá ef ég hefði farið í 5 tíma lestarferð eins og ég ætlaði upphaflega!

Svo var bara yndislegt að hitta aftur litlu Lúx fjölskylduna mína og svo allar stelpurnar :)


Jæja...ég held að það sé komin alveg ágætis ferðasaga...er það ekki...hvað segi þið prófalingar!

Og ef ykkur leiðist alveg hrikalega þá skuluði eeendilega senda mér mail eða message á facebook!...ég fer bara að halda að það sé búið að gleyma manni! hmmhmmm ;)


Lag dagsins: I poke her face - Kid Cudi, Kanye West, Common & Lady GaGa - sniiiildar lag!
'Hold up born in '88...how old is that...old enough!'

Hugel jólakortið 2009!

Love love love

Helena

Monday, April 27, 2009

Hold up! wait wait a minute!...




...ferðablogg væntanlegt á næstu dögum
...er að bíða eftir myndum frá mömmu
...þar sem að mín myndavél er látin!!


LUV!
Helena

Saturday, April 4, 2009

I'm more of a...trips to Florida!!!!!


Jæææja þá er maður bara mættur til Dunedin, FL til ömmu & afa....met það hvort að ég komi kannski með eitt stykki blogg á meðan...annars heyrumst við bara eftir 2 vikur ;)