Wednesday, July 1, 2009

....coming home again!!

Jæja þá er víst þessu litla lúxara ævintýri mínu lokið!!

Þetta er búið að vera æðislegur tími og er ég búin að kynnast fullt af yndislegu fólki sem að ég held að ég muni hafa í mínu lífi til frambúðar :D

Takk fyrir að nenna að lesa vitleysuna í mér...í þau skipti sem að ég nennti að skrifa eitthvað :P

Hér eru svo nokkrar myndir frá síðustu vikunum/dögunum í Lúx :)


Við skvísurnar skelltum okkur til Parísar og hér erum við fyrir framan Notre Dame!


Uppí litla Eiffel!


Þessi skemmtilegi maður ákvað að joina okkur Hönnu á myndinni ;)


Þessi er bara fyrir Evu!!!


HvaR eR VALLI!!!!!!


Lag dagsins: Homecoming - Kanye West!!!!!!!!! (loksins loksins loksins get ég hlustað á það!!!)

Au revoir
Helena

Friday, May 22, 2009

Hvað er ÉG að gera!? Hvað ert ÞÚ að gera!? EKKI NEITT!!!!!!!

Gaaaaa! Ég trúi því ekki hvað það er stutt þangað til að ég kem heim! frickin 1 og 1/2 mánuður!
Er sko klárlega ekki tilbúin að koma heim! þó svo að ég hlakki ekkert smá að hitta alla heima og sakna ykkar allra...þá er bara allt of mikið sem að ég á eftir að gera! :)

Annars maður búin að bralla ýmislegt síðan að ég skrifaði síðast! en svona þetta helsta...
Þá bættist nýr fjölskyldumeðlimur í litlu sætu lúx-fjölskylduna mína þann 3. maí sl. Sem að var bara yndislegt! Lítill strákur og erum við öll ekkert smá ánægð með hann!

En við stúlkurnar skruppum í smá verslunarferð til Metz, laugardaginn 9. maí sem að var bara ótrúlega fínt! ætluðum að finna okkur einhverja snilld fyrir þema djamm en því miður fundum við bara ekki neitt! þannig að í staðinn fórum við bara allar niðrí bæ með alveg eins varalit ;) hahaha...algjörar skvísur!

ég að setja á mig varalitinn hennar Kaju í strætó á leið í bæinn ;)


Föstudaginn 15. maí fórum við svo 8 stelpur saman til Oberhausen í Þýskalandi (rétt fyrir utan Köln) og sáum BEYONCÉ live!!!! og OHHH MYYY GOOOOOOD!!! það er bara fáránlegt hvað hún er geðveik! ég er bara búin að finna nýja fyrirmynd í lífinu! En tónleikarnir voru einmitt haldnir í sömu höll og við sáum mr West í nóvember!...þannig að ég var örlítið stressuð að fara þangað aftur...sérstaklega þar sem að Hanna greyið komst ekki með okkur heldur þurfti að vera heima að passa á meðan! (mig grunar að ég verði ansi oft minnt á þá staðreynd...þar sem að hún veit alveg hversu hræðilegt mér finnst að hún kom ekki með okkur!...og getur því notfært sér þetta í að fá sínu framgengt! hahaha) þaaannig að ég var þarna eins og algjör auli labbandi inní höllina hálf titrandi og þurfti Kaja að leiða mig inní salinn! ekki grín! mér leið bara eins og mr West myndi birtast á sviðinu aaanymoment! og þurfti ég að sannfæra mig um að þetta væri baaara Beyoncé..sem að er auðvitað fááránlegt! þar sem að hún er sko ekkert BARA Beyoncé! hún er frickin BEYONCÉ!!!


AAAWESOME!!!


Hún var fullkomin!!!!
(ég fékk myndirnar lánaðar hjá þér Beta ;))

Síðan voru nú sumir búnir að bíða aaansi lengi eftir laugardeginum 16. maí! En þá átti hún Hanna Lilja afmæli! Og það var sko algjör snilldar dagur! Hanna & Kaja voru báðar að passa þannig að við héldum bara kökuboð fyrir okkur og börnin! Ég held að ég hafi verið spenntari að gefa Hönnu gjöfina sína en hún að fá hana! plús ég held að ég hafi aldrei verið jafn fáránlega jealous út í afmælisgjöf! En ég gaf henni Kanye West stuttbuxur/náttbuxur...ógeðslega flottar! Hanna fékk svo fullt af pökkum frá Kaju & Nönnu, ég held að hún hafi nú verið ansi sæl með daginn skvísan ;)
En um kvöldið var Hanna búin að bjóða au pair stelpunum heim til Kaju í Afmæli/Eurovision partý...oooog hversu nett er að vera að halda uppá afmælið sitt (eiga afmæli) þegar að Ísland lendir í 2. sæti!!! Þetta kvöld var aaaaaaaaaalgjör SNILLD! vægast sagt! Takk æðislega fyrir kvöldið enn og aftur stúlkur mínar! og þá sérstaklega alla leynifundina okkar...þeir voru bestir ;)


The BIRTHDAY GIRL!....svo veit ég ekkert hvaða lúði er þarna við hliðiná henni!


Sunnudagurinn var svo bara mega chill dagur! mjög næs! Grétum úr okkur augun við að horfa á lokaþáttinn af Grey's (ég&Hanna þeas...Kaja hristi bara hausinn yfir grenjinu í okkur hahahhah)

Þessi vika er svo búin að vera frekar skrýtin! Það var skólafrí í gær(fimmtudag) og í dag(fös) þannig að á miðvikudaginn skelltum við stúlkurnar (ég, Hanna, Kaja, Nanna & Lilja) á smá skrall! og það var svo fááránlega gaman! eitt fyndasta kvöld sögunnar...einhvernveginn tekst mér alltaf að gera mig að aaalgjöru fíbbli! náði að detta á hausinn fyrir framan ca 30 manns og gat svo ekki staðið upp þar sem að ég hló svo mikið! Var svo allt fjandans kvöldið að reyna að sanna það að ég væri 20...ekki 16 ára! hahahahahah

Í gær kíktum við svo nokkrar saman á White þar sem að rapparinn Mims ("this is why I'm hot") var mættur á svæðið! það var líka frekar fyndið kvöld!

Í kvöld ætluðum við svo að fara í bíó....en misstum af myndinni!...vandræðalegt!
Morgundagurinn verður síðan tekinn snemma þar sem að við ætlum að skella okkur til Brussel! Ég hlakka sko ekkert smá mikið til :D Það verður geðveikt!

Jæja...nenni ekki að skrifa meira...þarf að vakna snemma í fyrramálið!

Lag dagsins: It ain't over 'til it's over - Lenny Kravitz..þarf að segja meira!...maðurinn er legend ;) hahahhahaha

love love love

Helena

Tuesday, May 12, 2009

Fyrir pabba...



ok...veit að þetta er að koma soldið seint...en mér er alveg sama...mér fannst ég ekki getað sleppt þessu!

Langaði bara að láta ykkur öll vita að hann elsku LANG BESTI pabbi minn átti afmæli í dag!
Það eru ekki allir sem að eru eins heppnir og ég að eiga lang besta (og tanaðasta!) pabbann!

Hefði svo verið til í að vera heima í dag...en svona er þetta! Vona að dagurinn þinn hafi verið yndislegur elsku pabbi og þú færð bara að eiga inni hjá mér afmælisknús þegar að ég kem heim :D

Lag dagsins: Brown eyed girl - Van Morrison - Verður bara alltaf hugsað til pabba þegar að ég heyri þetta lag! :)

love you

Þín

Helena :****Bestu foreldrar í heimi! Þið sem að haldið að þið eigið bestu foreldra í heimi...því miður...þið hafið lifað í blekkingu og lygi ...svekk!

Thursday, April 30, 2009

It's Amazing...

...so amazing!

Jæja þá er ég bara mætt aftur til Lúxlandsins..og það er bara ofsalega fínt að vera komin aftur "heim" :)

En Florida ferðin var í einu orði sagt yndisleg! Hefði ekki getað beðið um betri ferð!
Ég flaug til Íslands 3. apríl frá Frankfurt og var svo ótrúlega heppin að Karitas 'lifesaver' var að fara á Main að sækja systur sína sem að var að koma í heimsókn til hennar, þannig að ég fékk far með henni út á völl :) Var ótrúlega fegin þar sem að ég var ekki alveg að nenna að taka lestina!

Þegar að ég lenti svo á Íslandi tókst mér að fá vægt taugaáfall...aðeins vegna misskilnings! Ég kem semsagt út úr vélinni og ætla að finna þjónustuborðið svo að ég geti fengið boarding pass til Orlando. Ég lít á e-miðann minn og svo á klukkuna mína...sem að var stillt á Lúx tíma...og bara FOOOKKK ég er að fara að missa af fluginu! Vélin fer eftir 20 mín og ég er ekki með miða! Ég hleyp yfir allan stóra salinn í Leifstöð og á þjónustuborðið sem er þar útí enda! Lokað! Frick! ok..það er annað þjónustuborð við gate 11...ég hleyp þangað! Lokað! Double Frick! Ég bókstaflega hljóp í gegnum vegabréfseftirlitið og niður á þriðja þjónustuborðið...á þessum tímapunkti var ég farin á titra og svitna eins og hálfviti! Sem betur fer var borðið opið og ég fer að tala við konuna og segja henni að mig vanti boarding pass en ég hafi verið að koma frá Frankfurt og sé að halda áfram til Orlando...hún spyr hvað ég heiti, hvort að þetta sé staff miði, hvað pabbi heiti, fór svo að segja mér frá einhverju veseni með miðana þeirra mömmu, Maríu og Tómasar...og ég alltaf lítandi á klukkuna...og hugsaði bara hvað í ansk...er að þessari konu! sér hún ekki að ég er að missa af vélinni!!! Það eru frickin 10 mín í brottför! Ok ég fæ boarding pass og hljóp að hliðinu mínu og settist þar niður!
WTF! Afhverju er eeeenginn við hliðið mitt!! og hvar er mamma!!!
ég held áfram að titra og sendi mömmu svo sms hvar í ósköpunum þau séu eiginlega!
Svo lít ég á skjáinn við hliðið mitt...og á klukkuna á skjánum...16:05...wtf...kíki svo á klukkuna mína...18:05...aaaaaaaa....aaalveg rétt! það er búið að breyta klukkunni...núna er 2 tíma munur en ekki bara klukkutími!!! Hálfviti Helena Hálfviti!
Þannig að ég var búin að vera í taugaveiklunar kasti að svitna og titra eins og einhver fáviti út af engu! Glæsilegt! Svo hringdi mamma og þá voru þau akkurat að koma úr gegnumlýsingunni!
En það var bara æði að hitta þau aftur :)...þó svo að ég titraði ennþá!

Amma og afi komu svo að sækja okkur á Sanford og var líka yndislegt að hitta ömmu og afa aftur! Við keyrðum svo í 2 1/2 tíma til Dunedin (30mín frá Tampa) þar sem að þau eiga mjög sæta íbúð! Ég held að ég geti ekki lýst því hvað ég var fáránlega þreytt þegar að við komum! ég var búin að koma með yfirlýsingar að ég myndi sofa fram á sunnudag ég væri svo þreytt, þannig að það myndi ekkert þíða að reyna að vekja mig um morguninn...nei nei var ég svo ekki bara vöknuð á undan öllum!

Tómas varð svo 16 ára 5. apríl og var því farið á Denny's í morgunmat..mmm...við kíktum svo aðeins í mallið...keyptum svo rosa fína Oreo afmælisköku í Publix til að hafa í kaffinu! Og auðvitað fórum við svo út að borða á Outback um kvöldið...yum yum yum!!! Ég var reyndar frekar svikin um afmælissöng fyrir afmælisbarnið, þar sem að ég ætlaði að láta syngja fyrir hann á Outback en Tómas flúði bara! María reyndar bætti þetta aðeins upp með því að hafa rappað fyrir Tómas um morguninn...og í kaffinu ;)


AMMMÆLI!!!! (ég held að ég hafi verið mun spenntari fyrir þessu en afmælisbarnið!)

Commuityið sem að amma og afi eiga heima í er vægast sagt mjög fyndið! Sérstaklega þegar að það kemur að sundlauginni! Þetta var svona eins og samblanda af Del Boca Vista & In her Shoes. Þannig að þetta voru bara við og svo full laug af gömlu fólki..sérstaklega gömlum konum sem að komu ekki útí fyrr en eftir hádegi því að þær voru búnar að eyða öllum morgninum í að mála sig og búa til hjálm á hausinn á sér! Svo voru þær allar með pallíettu-der í mismunandi litum!


Í biðröð á leiðinni í Busch!

Við fórum svo í 2 garða, Busch gardens & Adventure Island. Við byrjuðum á því að fara í Busch. Úff...ég held að það hefur örugglega verið sett þennan dag það var svo fááránlega mikið af fólki! Það var 60-90 mín bið í öll tækin en samt var garðurinn sjálfur stútfullur af fólki! Við náðum samt að fara í nokkur tæki! En hér eru svo nokkar myndir frá deginum!



SHEIKRA! Úff úff...ég ákvað að sleppa í þetta skiptið en ég ÆTLA í þennan rússíbana! Pabbi fór einn..algjör hetja! 200 fet og 90° beeeiint niður! BYAHH!


Tómas var ekkert alltof sáttur með að þurfa á bíða í röð allan daginn!...afsakið mygluna hjá undirritaðri! var ekki alveg að nenna að mála mig! hahaha

Mér finnst við vera mjög aðlaðandi fjölskylda...verst að það vantar bara mömmu..en hún fór ekki með okkur í síðasta tækið þar sem að við rennblotnuðum öll!

Þegar að var svo verið að loka garðinum tók bara við risa röð til að komast ÚT úr garðinum!

Við borðuðum svo rosalega góðan mat á páskadag! Honey glazed ham...mmmmm...rosa gott :D
Fórum svo í mini golf eftir matinn...mjög nice að kananum finnst óþarfi að loka öllu yfir hátíðirnar!


Veit ekki alveg afhverju María fann sig knúna til að sýna þennan svip þar sem að hún endaði í 2. sæti!



Seinni vikuna fórum við svo í Adventure Island sem að er vatnsgarður og er bara beint á móti Busch! Það var líka rosa skemmtilegt! sérstaklega þar sem að það var mjög lítið um raðir :) Þegar að AI lokaði skruppum við svo bara aftur yfir í Busch svo að ég og pabbi gætum farið í rússíbana sem að við náðum ekki að fara í þegar að við fórum fyrst! það var bara geðveikt!!!! Hefði helst vilja fara 100x í röð!


Við ætluðum fyrst að fara heim á miðvikudegi en pabbi sá svo að það væru laus sæti á laugardeginum þannig að við lengdum ferðina örlítið...sem að var bara geðveikt þar sem að ég var alls ekki tilbúin að fara heim á miðvikudeginum!
En þegar að það var svo loksins komið að því að fara heim keyrðu afi og pabbi okkur út á völl..en pabbi varð eftir þar sem að hann var að fara að halda áfram að tana á Miami & Venezúela!

Þegar að við komum út á völl komumst við svo að því að ég væri ekki með sæti! FRÁBÆRT! það var ekki eins og ég ætti nebblega 20 tíma ferðalag framundan! En ég og mamma skiptumst þá bara á að sitja afturí eldhúsi! þannig að ég náði alveg að sofa aðeins ;) En þegar að vélin lenti svo fannst mér frekar furðulegt að heyra "velkomin heim"..þar sem að ég var bara alls ekki komin heim!

Ég ætlaði mér svo að taka rútuna frá Main á Hahn og svo rútuna þaðan til Lúx. En ég var svo ótrúlega heppin að það voru nokkrar fjölskyldur að koma á sama tíma og ég! Þannig að fjölskyldan hennar Hröbbu var svo yndisleg að gefa mér far heim :) Mikið óskaplega var ég fegin hahaha...veit ekki alveg hvenær ég hefði verið komin heim ef að ég hefði farið með rútunum..hvað þá ef ég hefði farið í 5 tíma lestarferð eins og ég ætlaði upphaflega!

Svo var bara yndislegt að hitta aftur litlu Lúx fjölskylduna mína og svo allar stelpurnar :)


Jæja...ég held að það sé komin alveg ágætis ferðasaga...er það ekki...hvað segi þið prófalingar!

Og ef ykkur leiðist alveg hrikalega þá skuluði eeendilega senda mér mail eða message á facebook!...ég fer bara að halda að það sé búið að gleyma manni! hmmhmmm ;)


Lag dagsins: I poke her face - Kid Cudi, Kanye West, Common & Lady GaGa - sniiiildar lag!
'Hold up born in '88...how old is that...old enough!'

Hugel jólakortið 2009!

Love love love

Helena

Monday, April 27, 2009

Hold up! wait wait a minute!...




...ferðablogg væntanlegt á næstu dögum
...er að bíða eftir myndum frá mömmu
...þar sem að mín myndavél er látin!!


LUV!
Helena

Saturday, April 4, 2009

I'm more of a...trips to Florida!!!!!


Jæææja þá er maður bara mættur til Dunedin, FL til ömmu & afa....met það hvort að ég komi kannski með eitt stykki blogg á meðan...annars heyrumst við bara eftir 2 vikur ;)


Tuesday, March 24, 2009

Wednesday, March 11, 2009

I AM ENOUGH!!!!!!!!!!!!!!!!!

Vááá hvað ég er fáránlega léleg í þessu!

Hef því miður ekki nennt að vera dugleg að skrifa undanfarna daga...eða vikur :P

En aðalástæðan fyrir þessu bloggleysi mínu er sú að fyrst fannst mér eiginlega ekki ástæða til þess...þ.e. mér fannst ég ekki vera að gera neitt merkilegt...og nennti því ekki að blogga...svo gleymdi ég því bara...og núna er svo fáránlega langt síðan að ég skrifaði eitthvað síðast þannig að þessi færsla gæti orðið frekar löng...sorry...:P

Undanfarnar vikur hafa svo verið mis-viðburðaríkar! Ég og Hanna tókum smá djamm-pásu...sem að var bara mjög fínt :) En erum nú að vinna í því að koma okkur á fullt skrið aftur :) hahahahah...(nei mamma, ég er bara að plata...ég er heima og les bók öll kvöld ;D)

Þarsíðasta föstudag bauð Maren "litla"frænka okkur til sín í sveitina! En það var mjög fínt...nema kvöldið endaði misvel hjá sumum hahah....ég og Nanna gistum svo hjá Kaju, og komst ég þá að því að svo lengi sem að Nanna er í kringum mig þá ætti ég ekki að missa af símtali...þó svo að ég sé sofandi ;) hahahaha..takk fyrir það Nanna!! En á laugardeginum fórum við síðan í mall sem að er við hliðiná Rockhal...ca 20-30 mín frá miðbæ Lúx. Og ef að ég á að segja eins og er þá urðum við fyrir alveg smá vonbrigðum...mallið leit svo vel út að innan og utan (staðsetningin er reyndar ööömurleg...bara einhverjar ógeðslegar verksmiðjur í kring!) Það voru samt nú alveg nokkrar búðir sem að voru þess virði að fara í...eins og t.d. flottasta barnabúð sem að ég hef nokkurntíman séð!!! Hún var geðveik!! Og var ég næstum farin að kaupa inn fyrir framtíðina..hahaha...kannski ekki alveg!

AAAAAAAAAYYYYYYYYYY!!!!!!!!

Svo erum við búnar að fara í 3 bíó ferðir...2 vel heppnaðar og 1 frekar misheppnaða! En við erum búnar að sjá He's just not that into you, Marley & me...og svo gerðum við tilraun til að sjá nick & norah's infinite playlist, en þar sem að við mættum hálftíma of seint í bíóið þá var okkur ekki hleypt inn! Og við sem vorum búnar að keyra alla leiðina til Dudelange! hahahah...frekar mikið svekk..þar sem að ég var búin að bíða svo lengi eftir að geta séð hana!

En um síðustu helgi fóru ég, Kaja & Hanna á misheppnaðasta en jafnframt fyndnasta djamm sem að held ég nokkur hefur farið á! Án gríns þá var ég með harðsperrur í maganum á sunnudeginum ég hló svo mikið á laugardagskvöldinu!! Hanna var að passa fyrripart kvölds þannig að ég & Kaja mættum bara til Hönnu...fengum okkur að borða og gerðum okkur svo fínar fyrir kvöldið :)
Nanna kom svo og kíkti aðeins á okkur en hún var hálf slöpp greyið eftir föstudagskvöldið þannig að hún kom ekki með okkur í bæinn...en skutlaði okkur bara í staðin :)
Við byrjuðum á að fara á stað sem að heitir White (sem að við förum á öðru hverju...frekar vinsæll staður og það er alltaf pakkað þarna á laugardagskvöldum)...nei nei þá voru ca 15 manns þarna inni og meðalaldurinn 16 ára! glaaaatað! en við ákváðum að þrauka aðeins lengur og viti menn það fór að bætast aðeins inná staðinn. En það var samt alltaf frekar furðuleg stemming þarna inni...Hanna (sem að var aðeins hressari en ég & Kaja þetta kvöld hahah) ákvað þá bara að rífa aðeins upp stemminguna og bað mig um að taka EAGLE! Fyrir ykkur sem að vitið ekki hvað EAGLE! er þá lýsir það sér svona.... http://www.youtube.com/watch?v=UkCnJDYtpi0


Ég sem sagt stekk uppá bakið á Hönnu og öskra EEEEEAAAAGGLEEEEEE!!! mjööög skemmtilegt! nema þetta tókst ekki fullkomlega í þetta skiptið...þar sem að fröken Hanna Lilja beygði sig fram...alveg niðrá gólf...með þeim afleiðingum að ég tók skemmtilega veltu/kollnís af bakinu á henni og á gólfið! Á miðju dansgólfinu! Ég auðvitað réði ekki við mig og bókstaflega öskraði úr hlátri og hló svo stanslaust í ca korter! Þetta var svo fáááránlega fyndið! En ég vorkenni hins vegar eiginlega bara Kaju að hafa þurft að standa þarna við hliðiná okkur og fylgjast með okkur...enda held ég að henni hafi mest langað til að labba út með hauspoka eftir að þetta gerðist hahahahahaha!
Eftir þessa niðurlægingu ákváðum við að fara eitthvað annað...mundum þá eftir því að Lilja hafði talað um lítinn stað sem að væri beint á móti White...og röltum við þá yfir götuna og kíktum inn! Var þetta þá ekki einhver Tyrkja-staður...þar sem að var bara spiluð einhver glötuð tyrknesk tónlist og freekar vafasamt fólk sem að var þar inni. Þannig að við stoppuðum nú ekki lengi þar!

Við vorum sko aldeilis ekki tilbúnar að fara heim þannig að við ákváðum að gera tilraun til að fara á stað sem að er við hliðiná White (ætluðum að fara á hann einhverntímann þegar að við vorum nýkomnar til Lúx en þá var okkur ekki hleypt inn)...dyravörðurinn hefur líklega séð okkur labba útaf tyrkjastaðnum...og séð EAGLE! þar sem að hann neitaði að hleypa okkur inn...hristi bara hausinn og gaf okkur svona "no way" merki með hendinni og gaf svo fólkinu fyrir aftan okkur merki um að fara bara framhjá okkur...á því augnabliki gjörsamlega misstum við okkur og sprungum allar úr hlátri...rétt komumst svo yfir götuna og lágum svo í jörðinni og orguðum&emjuðum af hlátri!! Okkur er bara ekki ætlað að komast þarna inn hahahahah....Eftir að við jöfnuðum okkur á hláturskastinu ætluðum við að reyna við einn stað enn...löbbuðum þá um í ca 45mín þegar að við áttuðum okkur á að við vorum bara að labba í hringi þar sem að enginn af okkur var eitthvað að einbeita sér að því hvert við værum að fara hahahahah...heyrðu þá var bara staðurinn lokaður og verið að loka staðnum við hliðiná!
Þegar að við ætluðum svo að fara að leita að leigubíl löbbuðum við framhjá hjólastandi...fullan af leigu-hjólum! Þau voru bara aðeins of freistandi...og fannst okkur við þá hafa fengið bestu hugmynd í heimi og hjóla bara heim! Sem betur fer gátum við ekki losað hjólin..þar sem að ég er nokkuð viss um að við hefðum slasað okkur frekar illa ef við hefðum hjólað heim! Þannig að við fundum bara leigubíl...við vorum samt ekki alveg tilbúnar að fara heim...þannig að við létum hann setja okkur út í Clausen...sem að hefði verið snilld, hefði ekki verið búið að loka ÖLLU! Þannig að eftir að hafa rifist aðeins við dyraverði...breytt um þjóðerni nokkrum sinnum...ákváðum við loksins að fara bara heim!

Á sunnudaginn þurfti ég svo að vakna mjög snemma þar sem að ég var að fara að passa kl 9...og var ég því mjjöööög þreytt! Ég gat hins vegar ekki sofnað fyrr en kl hálf 3 þar sem að ég var að farast úr spenningi...enda búin að bíða eftir mánudeginum 16. mars freeeeekar lengi!!
En þá fórum við Hanna til Kölnar að sjá JOHN LEGEND!
Ég verð því miður að segja frá tónleikunum síðar...þar sem að ég er ekki alveg tilbúin í að segja frá þeim strax!

John Legend = Fullkomnun!


En þá er það bara næsta tilhlökkunar efni!.....FLORIDA!!! já já já já já! ég er svo fáránlega spennt að það er ekki venjulegt! Ég er semsagt að fara með mömmsu, pabba, Tómasi & Maríu að heimsækja ömmu & afa á Florida yfir páskana :D Það verður geðveikt!

Ooog já...kannski til að útskýra titilinn á blogginu þá þurfa allir endilega að tékka á þáttum sem að eru sýndir á mtv sem að heita 'Bromance' - Hef sjaldan hlegið svona mikið!!!

Ég held að ég hafi þetta nú ekki lengra....er þegar orðið alltof langt...fylgir því kannski þegar að maður bloggar 1x í mánuði :P

Knock you down - Keri Hilson - Þetta lag er svo GEÐVEIKT!

RISA knús og kossar!!!
Helena :****

p.s. ég bæti kannski inn fleiri myndum á bloggið síðar...

Friday, February 13, 2009

You want some history...it's a mistery...

Willkommen...Bienvenue...Welcome!

Til hamingju allir sem að nenntu að lesa síðustu færslu...hún var frekar mikið löng :P

En annars er bara frekar lítið að frétta af mér í Lúxus landinu! Það er heldur búið að bætast í au pair hópinn og erum við orðnar frekar margar :) En það er bara gaman! :) Um síðustu helgi hittumst við nokkrar og fórum út að borða saman á mjög góðan indverskan stað niðrí bæ og kíktum svo á smá skrall eftir á. Á laugardaginn fórum við svo nokkrar sama til Trier að versla smá :)

Annars var vikan bara mjög róleg...kíktum aðeins út á þriðjudaginn og miðvikudaginn...en á þriðjudaginn fékk svo Hanna loksins loksins sendan Kanye bolinn sinn...sem þýddi að ég gat loksins farið í minn! :) Þannig að við mættum fáránlega nettar í bæinn á þriðjudaginn ;)


Swagger on a hundred thousand trillion!

Á miðvikudaginn kíktum við svo líka aðeins niðrí bæ til að kveðja Írisi, vinkonu hennar Hönnu en hún var búin að vera í heimsókn hjá henni í viku :)

Á föstudaginn tókum við bara chill kvöld, horfðum aðeins á friends hjá Kaju og svo voru svo ég og Hanna bara að keyra celeb um skemmtistaði Lúxemborgar ;)
Í kvöld held ég svo að allar au pair stúlkur Lúxemborgar (þær íslensku allavega) séu að passa þar sem að í kvöld er Þorrablót íslendingafélagsins hérna :)

Jæææja....ég er algjörlega tóm...veit ekkert hvað ég á að segja frá meira...frekar viðburðalítil vika.

Vonandi að ég geti sagt frá einhverju aðeins skemmtilegra næst ;)

Lag dagsins: She loves everybody - Chester French...þetta eru snillingar! og þetta lag þá sérstaklega! Myndbandið er líka geðveikt ;)

looove frá Lúx

Helena ;**

Thursday, February 5, 2009

Don't need another love song when you the love bomb...

Úff...þetta er nú búið að taka mig aðeins of langan tíma!

Var eiginlega orðin nett pirruð á sjálfri mér fyrir að vera ekki búin að þessu! Sérstaklega þar sem að núna er svo mikið til að segja frá að þetta á eftir að vera stjarnfræðilega langt blogg...well bear with me ;)

En núna er liðinn rúmur mánuður frá því að ég kom aftur til Lúx og er bara nokkuð sæl með það :)

Eftir ótrúlega ljúft jólafrí fórum við aftur 3. janúar...og held ég að ég geti með nokkurri vissu sagt að ég ætli aaaaaaaaaldrei aftur að fljúga með sætaseljurunum aka Iceland Express. Þetta var bara aðeins of mikið klúður! Til að byrja með þá var 3 klst seinkun á fluginu...ok...ég vissi af því í tíma og það var bara fínt...auka tími heima ;) En síðan þegar að við erum komin uppí vél þá segir flugstjórinn okkur að það sé bilun í einhverju "instrumenti" í vélinni og því verði smáá seinkun. Þetta smáá...er held ég mesta understatement sem að ég hef vitað! Við biðum inní vélinni í 2 klukkutíma! Þeir reyndu einu sinni að taka af stað...en þá kom bilunin upp aftur...great...ég er ekki flughrædd...veit varla hvaða tilfinning það er...en mér fannst freeekar óþæginlegt að vita til þess að það ætti að reyna að fljúga með okkur í bilaðri flugvél! En loksins eftir 2 tíma bið var okkur hleypt út úr vélinni þar sem að önnur vél átti að vera tilbúin að taka við öllum farþegunum...sem að hún var auðvitað ekki! Heldur tók við rúmlega klukkutíma bið í viðbót!
Á lokuðum flugvelli! Þegar að við komum svo inní nýju vélina var ekki hægt að leggja af stað fyrr en eftir hálftíma....þar sem að það var ekki búið að fá lendingarleyfi í Lúx! Hvað get ég sagt...þetta eru meistarar!!! Ég get því eiginlega ekki líst því hversu gott það var að komast loksins heim og uppí rúm að sofa!

En svo kom smá óvænt uppá og þegar að ég var búin að vera úti í tæpar 2 vikur kíktum við í viku heimsókn til Íslands...ég átti upphaflega að vera ein heima að passa...en aðstæður breyttust aðeins og við fórum bara öll..og ég ákvað að það yrði lang skemmtilegast að láta engan vita ;) mamma og pabbi voru þau einu sem að vissu af heimsókninni :P
Svo fór vikan bara í SUPRISE! heimsóknir ;) Sem að var aðeins of skemmtilegt :D Ég vildi óska að ég hefði náð að heimsækja fleiri...en því miður gafst bara ekki tími í það :(

Ég (og Hanna & Kaja) höfðum svo beðið eftir föstudeginum 23.jan(daginn eftir að ég kom aftur til Lúx) með mikilli eftirvæntingu :) En þá fórum við að sjá Kaiser Chiefs spila hér í Lúx...og my oh my þetta eru sko MEISTARAR!!!!! Þeir voru svo fáránlega góðir! Við vorum pínu seinar á tónleikana...þar sem að við lentum í smá erfiðleikum með að finna staðinn :P Þannig að við bókstaflega tókum sprettinn inní Rockhal þar sem að þeir voru byrjaðir að spila fyrsta lagið, (Heat dies down) þannig að það var frekar mikið MOMENT :) Eftir tónleikana kíktum við aðeins heim til Kaju og ætluðum svo að kíkja aðeins niðrí bæ...en svo á endanum fórum við Hanna bara 2 niðrí bæ og Kaja & Nanna urðu eftir hjá Kaju. Við stoppuðum samt ekki lengi þar sem að við vorum um það bil vandræðalegustu gellur í Evrópu...þannig að við bjölluðum bara í Arndísi & Lilju sem að voru að klára að passa og báðum þær um að koma og pikka okkur upp. Og í stað þess að bíða bara inná White ákváðum við að fara bara í göngutúr í kuldann...ekki okkar besta move...enda held ég að röddin mín hafi endanlega gefið sig eftir klukkutíma göngutúr úti í kuldanum!


Snillingar!

Fáránlega gaman hjá okkur ;)


Á laugardeginum fórum við á frekar misheppnað...en fyndið djamm...en við vorum nokkrar búnar að kaupa okkur eins pallíettu-kjóla (mismunandi á litinn reyndar) þar sem að það átti að vera disco þema á einum staðnum niðrí bæ...þegar að við komum svo niðrí bæ furðuðum við okkur á því afhverju enginn var dressaður upp í disco gallann! Og hvað var málið með tónlistina...þetta var svo ekkert disco! Nei nei þá var þema kvöldið ekki fyrr en helgina eftir!!! Algjörir aular!!

Hér erum við skvísurnar í kjólunum ;)

Á þriðjudeginum var svo komið að 2. tónleikum ársins...Chris Brown. Það er sko ekkert eðlilegt hversu fallegur maðurinn er...einstaklega vel heppnað eintak hahahah! ;)
Tónleikarnir voru í litlum bæ í Frakklandi sem að heitir Amnéville og er ca 30-40min frá Lúx. Þetta var ekkert smá flott show...mikið um sprengingar og ljósa show. Hann byrjaði á því að hanga á hvolfi í loftinu...síðan í miðju showi hvarf hann og kom svo upp úr miðju gólfinu á allt öðru sviði! En því miður held ég að mig langi ekki að fara á aðra tónleika þarna þar sem að fólkið sem að mætti þarna var svo fáránlega dull! Allir eitthvað hálf dofnir og sýndu frekar lítil viðbrögð...við bara öllu! Greyið hefur örugglega aldrei fengið jafn fá öskur við að fara úr bolnum hahaha ;)


Nettastar í Evrópu!! - CB & Yeezy!!!

Chris Brown!!!!

Síðustu helgi vorum við svo allar bara að passa þannig að það var bara róleg helgi...sem að var bara mjög fínt ;) Á föstudeginum bauð Hanna í steik og bearnes...og er ég sko búin að sjá að Hanna og Karitas eru meistarar í eldhúsinu...óótrúlega gott hjá þeim :) Á laugardaginn bauð svo Edda öllum perunum til sín í brunch...og stelpan fór sko algjörlega above and beyond allar þær væntingar sem að við höfðum...hún var búin að baka skinkuhorn, fáránlega gott bananabrauð og eitt það besta túnfisksalat sem að ég hef smakkað! Ásamt endalaust af öðru góðgæti...algjör meistari!!!

Þessi vika er svo bara búin að þjóta hjá og ég trúi því varla að það sé strax komin föstudagur!
En annað kvöld vorum við skvísurnar að pæla að fara saman út að borða og kíkja svo kannski á smá skrall í Clausen í þetta skiptið :) Kíkja svo til Trier á laugardaginn :) Og ég ætla sko ekki að missa af lestinni í þetta skiptið! No way!

Ég held að ég ætli nú bara að hætta hér...segi frá framtíðarplönum okkar stúlknanna síðar...þetta er orðið alveg nógu langt! ;) Spurning hvort að ég reyni að láta aðeins styttri tíma líða á milli blogga í framtíðinni!

Lag dagsins: Everybody knows - John Legend (úff...orð fá ekki lýst hversu mikið ég elska þennan mann!! Ég get bara hreinlega ekki beðið eftir að sjá hann í mars!!!!!!! Það verður LEGENDary ;))

Risa knús og kossar frá Lúx

Helena

Wednesday, February 4, 2009

...I'm sooorryyyy....


Þetta fer allt að koma....

...það verður komin bloggfærsla fyrir vikulok!!