Tuesday, March 24, 2009

Wednesday, March 11, 2009

I AM ENOUGH!!!!!!!!!!!!!!!!!

Vááá hvað ég er fáránlega léleg í þessu!

Hef því miður ekki nennt að vera dugleg að skrifa undanfarna daga...eða vikur :P

En aðalástæðan fyrir þessu bloggleysi mínu er sú að fyrst fannst mér eiginlega ekki ástæða til þess...þ.e. mér fannst ég ekki vera að gera neitt merkilegt...og nennti því ekki að blogga...svo gleymdi ég því bara...og núna er svo fáránlega langt síðan að ég skrifaði eitthvað síðast þannig að þessi færsla gæti orðið frekar löng...sorry...:P

Undanfarnar vikur hafa svo verið mis-viðburðaríkar! Ég og Hanna tókum smá djamm-pásu...sem að var bara mjög fínt :) En erum nú að vinna í því að koma okkur á fullt skrið aftur :) hahahahah...(nei mamma, ég er bara að plata...ég er heima og les bók öll kvöld ;D)

Þarsíðasta föstudag bauð Maren "litla"frænka okkur til sín í sveitina! En það var mjög fínt...nema kvöldið endaði misvel hjá sumum hahah....ég og Nanna gistum svo hjá Kaju, og komst ég þá að því að svo lengi sem að Nanna er í kringum mig þá ætti ég ekki að missa af símtali...þó svo að ég sé sofandi ;) hahahaha..takk fyrir það Nanna!! En á laugardeginum fórum við síðan í mall sem að er við hliðiná Rockhal...ca 20-30 mín frá miðbæ Lúx. Og ef að ég á að segja eins og er þá urðum við fyrir alveg smá vonbrigðum...mallið leit svo vel út að innan og utan (staðsetningin er reyndar ööömurleg...bara einhverjar ógeðslegar verksmiðjur í kring!) Það voru samt nú alveg nokkrar búðir sem að voru þess virði að fara í...eins og t.d. flottasta barnabúð sem að ég hef nokkurntíman séð!!! Hún var geðveik!! Og var ég næstum farin að kaupa inn fyrir framtíðina..hahaha...kannski ekki alveg!

AAAAAAAAAYYYYYYYYYY!!!!!!!!

Svo erum við búnar að fara í 3 bíó ferðir...2 vel heppnaðar og 1 frekar misheppnaða! En við erum búnar að sjá He's just not that into you, Marley & me...og svo gerðum við tilraun til að sjá nick & norah's infinite playlist, en þar sem að við mættum hálftíma of seint í bíóið þá var okkur ekki hleypt inn! Og við sem vorum búnar að keyra alla leiðina til Dudelange! hahahah...frekar mikið svekk..þar sem að ég var búin að bíða svo lengi eftir að geta séð hana!

En um síðustu helgi fóru ég, Kaja & Hanna á misheppnaðasta en jafnframt fyndnasta djamm sem að held ég nokkur hefur farið á! Án gríns þá var ég með harðsperrur í maganum á sunnudeginum ég hló svo mikið á laugardagskvöldinu!! Hanna var að passa fyrripart kvölds þannig að ég & Kaja mættum bara til Hönnu...fengum okkur að borða og gerðum okkur svo fínar fyrir kvöldið :)
Nanna kom svo og kíkti aðeins á okkur en hún var hálf slöpp greyið eftir föstudagskvöldið þannig að hún kom ekki með okkur í bæinn...en skutlaði okkur bara í staðin :)
Við byrjuðum á að fara á stað sem að heitir White (sem að við förum á öðru hverju...frekar vinsæll staður og það er alltaf pakkað þarna á laugardagskvöldum)...nei nei þá voru ca 15 manns þarna inni og meðalaldurinn 16 ára! glaaaatað! en við ákváðum að þrauka aðeins lengur og viti menn það fór að bætast aðeins inná staðinn. En það var samt alltaf frekar furðuleg stemming þarna inni...Hanna (sem að var aðeins hressari en ég & Kaja þetta kvöld hahah) ákvað þá bara að rífa aðeins upp stemminguna og bað mig um að taka EAGLE! Fyrir ykkur sem að vitið ekki hvað EAGLE! er þá lýsir það sér svona.... http://www.youtube.com/watch?v=UkCnJDYtpi0


Ég sem sagt stekk uppá bakið á Hönnu og öskra EEEEEAAAAGGLEEEEEE!!! mjööög skemmtilegt! nema þetta tókst ekki fullkomlega í þetta skiptið...þar sem að fröken Hanna Lilja beygði sig fram...alveg niðrá gólf...með þeim afleiðingum að ég tók skemmtilega veltu/kollnís af bakinu á henni og á gólfið! Á miðju dansgólfinu! Ég auðvitað réði ekki við mig og bókstaflega öskraði úr hlátri og hló svo stanslaust í ca korter! Þetta var svo fáááránlega fyndið! En ég vorkenni hins vegar eiginlega bara Kaju að hafa þurft að standa þarna við hliðiná okkur og fylgjast með okkur...enda held ég að henni hafi mest langað til að labba út með hauspoka eftir að þetta gerðist hahahahahaha!
Eftir þessa niðurlægingu ákváðum við að fara eitthvað annað...mundum þá eftir því að Lilja hafði talað um lítinn stað sem að væri beint á móti White...og röltum við þá yfir götuna og kíktum inn! Var þetta þá ekki einhver Tyrkja-staður...þar sem að var bara spiluð einhver glötuð tyrknesk tónlist og freekar vafasamt fólk sem að var þar inni. Þannig að við stoppuðum nú ekki lengi þar!

Við vorum sko aldeilis ekki tilbúnar að fara heim þannig að við ákváðum að gera tilraun til að fara á stað sem að er við hliðiná White (ætluðum að fara á hann einhverntímann þegar að við vorum nýkomnar til Lúx en þá var okkur ekki hleypt inn)...dyravörðurinn hefur líklega séð okkur labba útaf tyrkjastaðnum...og séð EAGLE! þar sem að hann neitaði að hleypa okkur inn...hristi bara hausinn og gaf okkur svona "no way" merki með hendinni og gaf svo fólkinu fyrir aftan okkur merki um að fara bara framhjá okkur...á því augnabliki gjörsamlega misstum við okkur og sprungum allar úr hlátri...rétt komumst svo yfir götuna og lágum svo í jörðinni og orguðum&emjuðum af hlátri!! Okkur er bara ekki ætlað að komast þarna inn hahahahah....Eftir að við jöfnuðum okkur á hláturskastinu ætluðum við að reyna við einn stað enn...löbbuðum þá um í ca 45mín þegar að við áttuðum okkur á að við vorum bara að labba í hringi þar sem að enginn af okkur var eitthvað að einbeita sér að því hvert við værum að fara hahahahah...heyrðu þá var bara staðurinn lokaður og verið að loka staðnum við hliðiná!
Þegar að við ætluðum svo að fara að leita að leigubíl löbbuðum við framhjá hjólastandi...fullan af leigu-hjólum! Þau voru bara aðeins of freistandi...og fannst okkur við þá hafa fengið bestu hugmynd í heimi og hjóla bara heim! Sem betur fer gátum við ekki losað hjólin..þar sem að ég er nokkuð viss um að við hefðum slasað okkur frekar illa ef við hefðum hjólað heim! Þannig að við fundum bara leigubíl...við vorum samt ekki alveg tilbúnar að fara heim...þannig að við létum hann setja okkur út í Clausen...sem að hefði verið snilld, hefði ekki verið búið að loka ÖLLU! Þannig að eftir að hafa rifist aðeins við dyraverði...breytt um þjóðerni nokkrum sinnum...ákváðum við loksins að fara bara heim!

Á sunnudaginn þurfti ég svo að vakna mjög snemma þar sem að ég var að fara að passa kl 9...og var ég því mjjöööög þreytt! Ég gat hins vegar ekki sofnað fyrr en kl hálf 3 þar sem að ég var að farast úr spenningi...enda búin að bíða eftir mánudeginum 16. mars freeeeekar lengi!!
En þá fórum við Hanna til Kölnar að sjá JOHN LEGEND!
Ég verð því miður að segja frá tónleikunum síðar...þar sem að ég er ekki alveg tilbúin í að segja frá þeim strax!

John Legend = Fullkomnun!


En þá er það bara næsta tilhlökkunar efni!.....FLORIDA!!! já já já já já! ég er svo fáránlega spennt að það er ekki venjulegt! Ég er semsagt að fara með mömmsu, pabba, Tómasi & Maríu að heimsækja ömmu & afa á Florida yfir páskana :D Það verður geðveikt!

Ooog já...kannski til að útskýra titilinn á blogginu þá þurfa allir endilega að tékka á þáttum sem að eru sýndir á mtv sem að heita 'Bromance' - Hef sjaldan hlegið svona mikið!!!

Ég held að ég hafi þetta nú ekki lengra....er þegar orðið alltof langt...fylgir því kannski þegar að maður bloggar 1x í mánuði :P

Knock you down - Keri Hilson - Þetta lag er svo GEÐVEIKT!

RISA knús og kossar!!!
Helena :****

p.s. ég bæti kannski inn fleiri myndum á bloggið síðar...