Jæja þá er Liége helgin yfirstaðin og var yndislegt að fá aðeins að knúsa pabba sinn :)
Hildur skutlaði mér út á lestarstöð kl 9 á laugardagsmorgninum, ég var búin að koma mér vel fyrir með ipodinn minn og bókina mína - á eftir öðru stoppinu (voru 15 á milli Lúx og Liége) birtist þá ekki frekar ófrýnilegur maður í klefann minn. Maðurinn var varla sestur niður þegar að hann byrjaði að tala við gluggann!! Og segja glugganum...eða ósýnilegumanneskjunni sem að sat á milli okkar...hvað var fyrir utan gluggann! Ekki það að ég skildi nokkuð sem að maðurinn sagði, hef ennþá ekki hugmynd hvaða tungumál maðurinn var að tala - ég reyndi bara að leiða hann hjá mér og hækkaði bara enn meira í ipodinum. Þurfti hann þá ekki að færa sig á móti mér og stara á mig þar til að hann sofnaði!!! Ég þorði varla að líta upp, starði bara á ipodinn (var sem betur fer búin að setja Office & Grey's inná hann - sem að bjargaði algjörlega þessari lestarferð!)
Rétt áður en lestin kom til Liége hrökk maðurinn upp og kallaði 'Halelúja!'. Hann spurði mig svo hvort að ég væri að fara til Liége...jú sagði ég þá, svo hélt hann áfram að reyna að tala við mig en ég skildi ekki stakt orð af því sem maðurinn sagði, talaði einhvernveginn ofaní hálsinn á sér!
Þegar að lestin hafði stoppað flýtti ég mér út og stökk á pabba, rosalega var nú gott að sjá hann :D
Við röltum svo á hótelið hentum farangrinum mínum inn og drifum okkur niðrí bæ. Ef ég á að segja eins og er þá er Liége nú ekki beint mest spennandi borg í heimi...eða sú fallegasta. En það er samt sem áður mjög gaman að versla þar, fullt af skemmtilegum búðum! Við byrjuðum á því að setjast niður og fá okkur kaffi og ekta belgíska vöfflu, hún var roosa góð :) Röltum svo um bæinn og kíktum í nokkrar búðir :) Ég fékk m.a. að velja mér smá afmælisglaðning :P Annars vorum við nú ekkert að versla allt of mikið :) En ákváðum nú að nýta gengið áður en það yrði 300 ;) (á ekki alltaf að líta á björtu hliðarnar?) Eftir vel heppnaðan verslunardag tókum við leigubíl uppá hótel, skiluðum af okkur pokunum og röltum svo á kínverskan veitingastað rétt hjá hótelinu. Ég fékk rosa góða peking önd en pabbi var ekki alveg eins ánægður með sitt - hann hafði ætlað sér að fá sér eitthvað spicy og pantaði því karrý kjúklingarétt, en hann var á svipuðu styrkleika stigi og fiskibollurnar í karrýsósu sem að ég fékk hjá ömmu Svönu þegar að ég var yngri...hahaha!
Á leiðinni aftur uppá hótel löbbuðum við í gegnum tívolí sem að var komið í bæinn og tókst pabba að ganga beint ofaní giant drullupoll, þrátt fyrir hróp mín og köll þá óð hann bara beint í pollinn með þeim afleiðingum að buxurnar hans urðu allar út ataðar í drullu! Það var aðeins of fyndið!
Sérstaklega þar sem að hann áttaði sig ekki á aðstæðunum fyrr en hann var kominn ofaní miðjan pollinn! Þegar að við komum uppá hótel fylgdumst við með eggjakasti í fréttunum, reyndum að fá Spaugstofuna til að virka...tókst ekki...og fórum því bara í háttinn.
Á sunnudeginum vorum við búin að plana að fara í stórt og fínt mall í Liége. Eftir morgunmatinn tókum við okkur því göngutúr þangað - en eins og í flestum borgum í Evrópu er allt lokað á sunnudögum! Við héldum því bara göngutúrnum áfram - fórum niðrí bæ, settumst á kaffihús og fylgdumst með fólkinu í Liége. Við höfðum séð auglýst daginn áður að það ætti ein búð að vera opin á sunnudeginum og auðvitað drifum við okkur þá þangað....ásamt öllum öðrum sem að höfðu ekkert að gera í Liége! Eftir þessa litlu verslunarferð röltum við uppá hótel. Ákváðum að fá okkur smá í gogginn á hótelinu fyrir lestarferðina og fengum okkur þá heimsins minnstu samlokur ;) Tókum svo leigubíl uppá lestarstöð. Þegar að lestin kom tók ég þá skyndiákvörðun að hafa kveðjustundina "quick and painless" knúsaði pabba og stökk um borð...og náði því að stöðva (að mestu) táraflóð sem að hefði annars komið ef ég hefði dregið hana eitthvað.
Annars eru fyrstu dagar vikunnar búnir að vera nokkuð rólegir - kíkti á smá rúnt með Hönnu, Karitas og Lilju á mánudagskvöldið og gáfu þær mér svölustu sólgleraugu sem til eru....fjólublá Kanye gleraugu (set mynd síðar)....þar sem að við erum að fara á Kanye West í Þýskalandi 19. nóvember (afmælisdaginn hennar mömmu!) og ég er að deeeeyyyyjjjjjjjjaaaaaaaa ég er svo spennt!
Síðan eru mamma og Mæja að koma í heimsókn til mín á morgun :) Og ég get eiginlega ekki líst því hvað ég er spennt! Væri auðvitað æði að fá alla, Tómas og pabba líka...en þeir koma bara með síðar :) Ég er búin að gera drög að smá dagskrá fyrir okkur mæðgurnar og ég hef mikla trú að það verður rosa gaman hjá okkur :)
Verð svo að fá að koma með smá *mont* en þannig er að Comme des Garcons línan í H&M er akkurat að koma í búðir í fyrramálið og ætla ég aldeilis að drífa mig þangað um leið og það opnar :D Svona er nú heppilegt að búa í H&M landi :)37 dagar í Ísland og 16 í afmæli!!!
Lag dagsins: Best of my love - Emotions - Heyrði þetta lag í dag og það minnir mig alltaf svo á mömmu! Hlakka til að sjá þig á morgun elsku elsku mamma mín :**
Love frá Lúx
Helena
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Gott að sjá að ferðin heim frá Belgíu gekk vel og þið áttuð góða daga. Ég á einmitt líka pabba sem hefði getað leikið svona pollaatriði eftir!!
Úff skrítnir ferðafélagar í lestum, flugvélum etc. eru ótrúlega skrítin fyrirbæri! Ég lenti til dæmis í því einu sinni á lestarferð frá Berlín til Kaupmannafnar að kenna einhverjum ungum manni frá Suður-Ameríku að bera fram hinar ýmsustu ástarjátningar á dönsku, en hann var að fara að heimsækja danska vinkonu og kannski núverandi eiginkonu?? Alla vega man ég að þetta var voða pínlegt allt saman!
En hvað þetta eiga eftir að vera notalegir dagar hjá þér með mömmu þinni og Maríu. Hafið það rosa gott. Við erum einmitt búin að vera ansi lengi á leiðinni til þeirra í heimsókn.
Heyrðu ég var einmitt að kíkja aðeins á þessa Comme des Garcons á netinu, margt fallegt.
Hafðu það nú gott! Bestu kveðjur, Svanhildur
Hæ Helena mín :)
Alltaf gaman að lesa bloggin þín og fylgjast með því hvað þú ert að gera. Vonandi hefuru það bara gott meðan mamma þín og María eru hjá þér í heimsókn. Þær komu einmitt í Next um daginn þegar ég var að vinna ;p
Annars...hlakka til að sjá þig um jólin. Ætla að bjóða ykkur stelpunum í mat hérna uppá Vallarheiði, svona þegar við finnum tíma sem allar komast á hehe :) Það getur nú verið ansi snúið stundum!
Hafðu það sem allra best sæta mín :)
Sakn sakn ;*
Heppna þú að fá geta skroppið í heimsókn til pabba og fá mömmuna þín í heimsókn! Ég fæ engann í heimsókn:(
haha. Góða skemmtun á tónleikunum! verður MEERGJAÐ stuð!!!
Kossar&knúsar frá Indlandi :*:*:*
- Missyouso!
Post a Comment