"How d'you do, I see you've met my faithful handyman
He's just a little brought down because when you knocked
He thought you were the candyman....."
Trúi ekki að ég hafi gleymt að taka Rocky Horror með mér út!...oh well....til þess er youtube!
Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt hér í Lúx - það eru ekki nema 42 dagar í að ég fer heim í jólafrí :O
Og 21 dagur í tvítugsafmælið!!!! Er reyndar ekki búin að ákveða hvernig ég ætla að halda uppá stórafmælið - en ég þarf að fara að huga að því að mixa eitthvað skemmtilegt :)
Síðasta (og þarsíðasta) vika voru nú ekkert sérstaklega viðburðarríkar - hins vegar náði ég að láta lítinn draum rætast sem að ég hef átt frekar lengi :) En á föstudaginn síðasta var sem sagt Halloween - ég var að horfa á sjónvarpið í rólegheitunum seinnipartinn þegar að dyrabjöllunni er hringt - standa þá ekki fyrir utan 3 ótrúlega krúsileg börn í búning og kalla öll í kór "trick or treat". Ég auðvitað hljóp inn (fáránlega spennt) og náði í nammi handa þeim, átti svo enganveginn von á þessu - langaði mest að láta mömmu þeirra taka mynd af mér með þeim sem sönnunargagn að ég hafi tekið þátt í þessari hátið :) jébbs mér hefur nebblega alltaf langað til að vera með í þessu! Hefur alltaf fundist Halloween svo miklu svalari heldur en öskudagurinn - ég á hins vegar enn eftir að skera út grasker! Tók þá ákvörðun um daginn að á mínu heimili verður alltaf skorið út grasker! (Hvar svo sem ég mun búa ;))
Um kvöldið kíkti ég svo aðeins á stelpurnar sem að voru þá heima hjá Hönnu - skutlaði svo bara Lilju og Karitas niðrí bæ og dreif mig svo bara heim í háttinn.
Síðasta laugardag átti svo Karitas tvítugsafmæli og bauð okkur heim í mat. Fengum rosa gott asískt kjúklingasalat og Hanna var svo búin að baka handa skvísunni afmælisköku - og þekja hana svo með kertum :) Aðeins of mikið af kertavaxi sem að fór á kökuna held ég - sérstaklega þar sem að helmingurinn af kertunum voru "magic-candles" (kveiknar aftur á þeim)!! Greyið Hanna var búin að vera svo rooosa spennt alla vikuna að nota kertin að hún gjörsamlega missti sig úr hlátri þegar að Karitas blés síðan á kertin. Fórum svo allar saman niðrí bæ og var rosa gaman hjá okkur - kannski aðeins of gaman hjá sumum...ehemm...
En núna verður tekin smá "skrall-pása" ekki það að ég sé búin að vera neitt brjálað öflug í því! En í fyrramálið er ég að fara með lest til Liége (Belgíu) að hitta pabba :D Og er ég roooooooosa spennt að sjá hann! Pabbi fékk nefnilega svo heppilegt flug og er akkurat í fríi yfir helgina :) En ég fór í gær niðrá lestarstöð að kaupa mér miða í lestina og auðvitað þurfti ég að bíða í korter fyrir utan bílaplanið þar sem að það var fullt! Sat bara í bílnum og beið eftir því að einhver færi - í kappi við manneskjuna í bílnum við hliðiná mér hvor væri á undan að ýta á takkann til að fá miða svo ég kæmist nú inn!
Síðan eru mamma og María að koma til mín í heimsókn í næstu viku! Verður æði að fá þær í heimsókn - alltaf gott að fá mömmsu sína í heimsókn :)
Eva (og Tóti! líka) buðu okkur stúlkunum í bananasplit í gærkvöldi - en því miður komust Karitas og Lilja ekki en þær voru að passa. Þannig að við Hanna vorum bara 2 í ís-veislunni :) Takk aftur æðislega fyrir bananasplittið í gær elsku Eva - það var geeeðveikt!
Svo verð ég bara að segja þér Elín en það er nú eiginlega allt of freistandi að skjótast aðeins til þín í smá heimsókn - fyrst þú ert nú búin að stytta dvöl þína...sérstaklega þegar manni er boðin frí gisting og læti :P En ég pæli í þessu - og þú líka ;)
Til hamingju með afmælið elsku Kristín!! Gef þér afmælisknús þegar að ég kem heim ;)
En jæja ég er nú bara að pæla að fara frekar snemma í háttinn þar sem að ég vil nú helst vera úthvíld í Liége á morgun :)
Takk allir fyrir kveðjurnar - endilega haldið áfram að commenta :)
Lag dagsins : Daddy Cool - Boney M - Miss you elsku bestasta Eygló (svo á nafnið líka svo vel við helgina ;)...og hljómsveitin líka hahahah....er það ekki pabbi ;))
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
ekki gleyma jólahátíðinni framundan - "Mary´s boy child Jesus Christ" kemur sterkt inn, eða það finnst allavega konunni á bensínstöðinni og pabba#"##%!!!
hlakka alvega svakalega til að sjá þig elsku besta snúllan mín :D lovja, mommy
Hæ hæ elsku Helena"frænka" Gaman að lesa bloggið þitt. Við gömlu átt góðar 5 vikur hér og þar um tyrkland en nu er komið að heimför og hlakka voða til að hitta drengina mina og fólkið okkar allt. Og jú reynum að brosa framan i kreppuna.
Hafðu það sem allra best og til hamingju með stora daginn sem er ekki langt undan.
Knus og kveðjur
Kata "frænka"
Dííí.. komnar 2 færslur og ég ekki búin að kommenta!! og þessi tileinkuð mér! úff!! hehe
en jamm þú ert ávallt velkomin!! (er samt að fara í próf 5.des þannig dagarnir þarna rétt á undan eru kannski ekki þeir skemmtilegustu til að koma;)
Koddu samt fyrir jól;) PLÍS!! haha skrall með mér!!
RISA luv:*:* ElínAnna
Post a Comment