En þessi vika er búin að vera mjög róleg. Ég og Eva erum búnar að komast að því að sunnudagar hér í Lúx eru dead boring...það er ekki hægt að gera neitt - það er allt lokað! Þannig að við höfum ýmist tekið uppá því að: horfa á eitthvað í tölvunni, horfa á eitthvað í sjónvarpinu, rúnta um Lúx (sem að tekur frekar stuttan tíma þar sem að borgin er svo ogguponsu lítil). Eva var reyndar að tilkynna mér að það væri víst hægt að fara í keilu hér - þannig að við ætlum að drífa í því að sína þessum Lúxurum alvöru keilu takta (ömmuskot m.a.)! Svo er skólinn alveg á "fullu" hjá okkur, með ólíkindum bekkjar systur okkar verða bara furðulegri...og meira þreytandi með hverjum tímanum. Við tökum eftir einhverju nýju held ég í hverjum tíma. Ég t.d. komst að því í dag að í bekknum okkar er mesta kennara sleikja sem ég hef nokkurntíman hitt í mínu lífi - og hún er 41 árs indversk kona!
Þessi hefur lært af Suda!
Annars grunar mig að jólafílingurinn verði kominn í mann frekar snemma í ár - ég og Eva tölum ekki um annað en jólin! Ekki alveg nógu sniðugt þar sem að það er ennþá október!! Ég sé frammá að ég verði farin að ganga um með jólasveinahúfu þegar að ég kem heim ef að ég bæli þetta ekki aðeins niður...ég held að ég bíði nú allavega fram í nóvember!
Talandi um nóvember þá er nú aldeilis farið að styttast í afmælið mitt...aðeins 36 dagar! Og ég veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera! Langar rooosa mikið að fara til Parísar...veit hins vegar ekki hvort að fjárhagur minn muni leyfa mér það! Sérstaklega eftir að ég sá hvað Eva þurfti að borga mikið fyrir hana og Tóta!! Þannig að ef að einhver er með góða afmælishugmynd...endilega látið mig vita...væri best ef að það kostar ekkert rosa mikið :)
Svo verð ég að leiðrétta síðustu færslu þar sem að ég sagði að það væru 2 farnar heim, því að Lilja verður lengur sem að er frábært, en því miður þurfti Steina að fara heim - og hennar er sárt saknað!
En jæja ætla að horfa á einn Ugly Betty og koma mér svo í háttinn - þetta var nú bara aðeins of dead boring - en það er svona þegar að það er bara ekkert að gerast hjá manni ;)
Lag dagsins:
Candy Man - Sammy Davis Jr. - Because I am the Candyman ;)
Knús og kossar frá Lúx
Helena
5 comments:
getur alltaf skroppið til London;) frí gisting.. hehe
Luv frá London
Takk fyrir elsku snúllan mín, Þó að þér finnist lífið ekki viðburðaríkt hjá þér í Lúx, þá finnst mér yndislegt að lesa um það - þar sem ég hef þig ekki hérna hjá mér :( Ertu svo ekki dugleg að teikna og mála elskan mín!
luvja,
mommy
Ekkert mál elsku mamma ;) Vilt þú þá ekki líka bara fara að blogga, þannig að ég geti lesið um viðburðaríka líf ykkar ;) Þá getið þið pabbi orðið eins og restin af þjóðinni sem kvartar út í sínu "blogg-horni"! Ég get nú ekki sagt að ég sé mjög dugleg að mála (lita mjög mikið - þá hels Leiftur McQueen!) en reyni að skissa svona af og til ;)
Æjj takk fyrir það elsku Elín mín ;* Mjög gott að vita af því - og sömuleiðis - ef þig langar til Lúx þá bara læturu mig vita ;) Langar svo ótrúlega að koma til þín í heimsókn!
Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo tiiiil.....;)
HAHAHA.. gott að eiga lag sem er skírt eftir manni!!
En Helena, þó þér finnist líf þitt þarna ekkert merkilegt finnst örðum það kannski! haha, stundum að babbla meira á bloggsíðuna sína:D
Kv. Andrea Líf
Post a Comment