Ok...ég ætla að gera smá blogg tilraun...sjáum til hvernig þetta gengur :)
En nú er ég búin að vera í Lúx í tæpar 8 vikur og líður bara ofsalega vel hér. Langar ekkert að koma heim....sérstaklega þegar ástandið er eins og það er núna!
Ég get nú ekki sagt að ég sé búin að gera margt á þessum 8 vikum - en þá þarf bara að kippa því í lag. Ég og Eva erum búnar að vera með á planinu hjá okkur að drífa okkur til Trier í smá verslunarferð - við þurfum bara að finna einhvern góðan laugardag! Einnig hef ég mikið verið að spá í að fara yfir afmælishelgina mína til Parísar með Evu...en eins og staðan er núna þá þorir maður varla að hreyfa sig - þori hvorki að kaupa mér lestarmiða né panta hótel þar sem að ég legg ekki í að reyna að nota kreditkortið. En það er vonandi að þetta fari nú að lagast - þessir froska ráðamenn verða nú að fara að hysja upp um sig buxurnar því að þetta gengur ekki lengur svona!
Dagarnir hjá mér eru annars frekar rólegir - reyni að passa mig að eyða ekki of miklum tíma í h&m ;) Ég og Eva förum í frönsku skóla 2x í viku sem er fínt - erum reyndar með freeeekar spes konum í bekk...fittum ekki alveg þarna inní. Hefðum greinilega þurft að byrja á því að fara í tímann ömurlegur húmor 101!!
Held að við séum 13 eða 14 au pair stelpur þ.e.a.s sem erum hjá íslenska bankafólkinu og reynum við að vera duglegar að hittast - erum reyndar 5 (núna vorum 7 :( 2 farnar heim) sem að hittumst mest. Erum búnar að taka nokkur djömm...og tja þetta er frekar fyndið. Ef ég á að segja eins og er þá minnti þetta mig frekar mikið á Tyrkland þegar að við fórum í fyrsta skiptið niðrí bæ - og gerir það eiginlega svolítið ennþá. En karlmenn eru í miiiklum meirihluta inná öllum stöðunum (ca 80-85% strákar) en sem betur fer eru þeir ekki eins og Tyrkirnir á Alanya sem að voru tja aðeins of ágengir. Lúxararnir virðast skilja orðið nei.
Við urðum fyrir frekar miklu sjokki þegar að við fórum niðrí bæ um síðustu helgi - fyrstu viðbrögðu sem að við fengum frá öllum útlendingum sem að við töluðum við...þegar að við sögðumst vera íslenskar var - mikill hlátur, vorkunn og fólk að "bjóðast" til að gefa okkur pening. Þar sem að Ísland væri farið á hausinn - orðið gjaldþrota. Einn lét okkur hafa nafnspjaldið sitt (vinnur í banka) og sagði okkur að hringja í hann, gæti örugglega hjálpað okkur eitthvað - uuu..takk - annar sagði að Hollendingar væru búnir að dæla svo miklum pening inní landið að Ísland ætti að verða hluti af Hollandi! En við gerðum okkur enga grein fyrir því hvað litla Ísland var búið að vera mikið í heimsfréttunum.
Annars er núna mikill undirbúningur í gangi fyrir Halloween í Lúx - eða allavega í hverfinu hjá okkur. Í kvöld verður svo 2 götum í Bertrange (hverfi við hliðiná okkur í Strassen) lokað svo að krakkar geta farið "trick or treating" Veit reyndar ekki afhverju það verður í kvöld þar sem að Halloween er ekki fyrr en 31. okt.
Var að passa í gærkvöldi hjá fólki sem býr bara í næstu götu og tókst þá að misstíga mig frekar illa - þannig að nú er ég með bólgna rist og haltra hér út um allt :/
Til hamingju með daginn elsku Þórdís! Gef þér riiisa knús þegar að ég kem heim ;**
Held að þetta sé komið ágætt í bili -
Lag dagsins : Pirate - m. The Filthy Youth
Aðeins of svalt lag!
Lööve frá Lúx :*
Helena
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Aldeilis er ég sátt með þig núna Helena! :) Og virkilega vel við hæfi að ég sé fyrst að kommenta hjá þér ;)
Gott að allt gengur vel. Og ef að fólk er að bjóðast til að gefa ykkur pening...þá um að gera að fara svo beint í H&M og eyða smá...haha.
Ég kem því eiginlega ekki í orð hversu sátt ég er. En ég ætla að fara að læra eins og sannur háskólanemi gerir.
Og jáá til Hamingju með síðuna/bloggið :)
Kv. Hildur Vala
ps. Það er eitthvað mega vesen að kommenta..maður þarf að hafa eitthvað account - allavega eins og ég skil þetta. En hvað veit ég svosem
naunaunau!! hvað er að gerast?? farin að blogga???
sátt með þetta!! nú get ég farið að fylgjast betur með Lúx-ævintýrinu;)
annars bíð ég enn eftir bréfi!! er 100% á því að þetta sé your turn!
og mikið ertu nú heppin með lappirnar þínar.. ertu ekki nýbúin að jafna þig eftir djammslysið fræga?? hahaha
en jæja ætla að fara að sofa.. já ég er svo þunn síðan í gær að ég meikaði ekki að fara út!! haha búinn að vera ógeðslegur dagur;)
P.s. ég vil svo eitt blogg tileinkað mér, þar sem að Hildur fékk þetta;) og hey!!! afhverju er ég ekki undir linkum?? alvarlegir gallar á þessari síðu;) haha luv:*:*
Post a Comment