"Look up to the sky, do you know why there aren't any stars?! Because they are in your eyes!!"
Þetta hlítur að vera með því fyndnara sem að ég hef heyrt í langan langan tíma! Enda ætlaði ég ekki að geta hætt að hlægja eftir að ég heyrði þetta á laugardaginn!
En við stelpurnar fórum á smá skrall um helgina og var bara rosa gaman hjá okkur. Vantaði reyndar Evu mína og Hönnu líka en þær voru í Brussel (eða eitthvað svoleiðis ;))
Á föstudaginn sóttu Lilja og Kaja mig, við pikkuðum svo Arndísi upp og brunuðum í Weiler til Eddu þar sem að hún var búin að bjóða öllum au pair stúlkunum í mat. Þá var stelpan aldeilis búin að vera á fullu að undirbúa fajitas fyrir okkur...búin að skræla gúrkur og allt ;) Djös veisla!! ;)
Uppúr miðnætti fórum við svo á bar sem heitir Viking sem að við stúlkurnar erum nokkuð duglegar að stunda - og sumar duglegri en aðrar ;) Okkur Arndísi og Lilju til mikillar gleði hittum við aftur krakka sem að við höfðum hitt 5 vikum áður einmitt á Viking. Þetta eru sem sagt 2 strákar (annar frá Wales og hinn Lúxari) og 1 bandarísk stelpa sem að var því miður að fara aftur til USA. En þetta eru ofsalega skemmtilegir krakkar og vorum við mjög glaðar að hitta þau aftur! :) Eftir að Viking var lokað ætluðum við að fara á Fever (annar staður rétt hjá) en hættum svo eiginlega við þar sem að ég og Kaja vorum ekki að nenna að vera lengur niðrí bæ. Lilja var því svo indæl að skutla okkur heim og fór svo aftur í bæinn með Arndísi og strákunum.
Þetta var bara einum of fyndið kvöld og bíð ég spennt eftir myndum (og myndböndum) frá stelpunum þar sem að myndavélin mín var batteríslaus.
Á laugardaginn var ég bara heima í rólegheitum en fór svo til Lilju um kvöldið þar sem að hún og Kaja elduðu dýrindis pasta og súper hvítlauksbrauð ;) Arndís kom svo til okkar og þegar að við vorum búnar að taka okkur til fórum við til Eddu (reyndar með smá stoppi hjá Arndísi). Eftir að hafa fengið okkur aðeins í aðra tánna hjá Eddu skutlaði Arndís okkur niðrá Viking - en þegar að við komum þangað voru þeir þá ekki bara að loka...iss piss...urðum frekar pirraðar - Lilja var hins vegar ekki lengi að blikka Miltisbrand (einn dyravörðurinn - veit ekki hvaðan þetta nafn kemur) en hann var að fara að vinna á White og skutlaði okkur því þangað! Á laugardagsnóttina breyttist svo klukkan og vorum við því allar meðvitaðar um það að klukkan 3 væri klukkan bara 2! En við ákváðum að vera ekki of lengi í bænum þetta kvöldið þar sem að við vorum að fara í smá road trip til Frankfurt, þar sem að Arndís var að fara til Íslands (bara í smá heimsókn!) á sunnudeginum. Við bjölluðum svo í hann Rudy (aðal leigubílsstjórinn hér í Lúx - algjör dúlla - elskar allar íslensku stelpurnar og gefur okkur alltaf feiiitan afslátt ;))
Ég, Kaja og Lilja skutluðumst svo með Arndísi út á Frankfurt main (tekur ekki nema 2 tíma!) á sunnudagsmorgninum - ótrúúlega ferskar kl 9 um morguninn!! Komum við á bensínstöð til að kaupa smá þynnkumat fyrir ferðalagið! Það hjálpaði hins vegar ekki að sjá 10 road-kill á leiðinni! aðeins ooooof ógeðslegt! Arndís greyið var næstum búin að missa af vélinni og var konan í check in ekki alveg sú hressasta! Þegar að við vorum komnar aftur til baka voru Eva og Hanna að koma frá Brussel og um kvöldið fórum við í bíó á Tropic Thunder -ótrúlega fyndin en einnig ein mesta steik sem að ég hef séð!!
Ég fékk svo gleðifréttir í gær - en það lítur út fyrir það að ég sé að fá smá fjölskyldu heimsókn eftir tja eiginlega bara nokkra daga :) En það er enn pínu óráðið og skýrist vonandi sem fyrst - ég er allavega orðin rooooosa spennt :)
Jæja held að ég fari að horfa á smá Ugly Betty - og svo kannski jafnvel bara að sofa :)
Lag dagsins: Anyone else but you - The Moldy Peaches ....af því bara...
Love love
Helena
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Virkilega ánægjulegt að lesa um lífið í Lúx :) Ég er ánægð með það hvað þú ert dugleg í djamminu!! Enda eins gott að þú verðir í fullu fjöri í desember þegar við förum á skrall! :)
Gaman að fylgjast með lífinu í Lux og gott að allt gengur vel. Hafðu það voða gott frænka og nú er aldeilis farið að styttast í stóran afmælisdag!
Bon week-end!
Bestu kveðjur frá þinni frænku, Svanhildi
Haha... þetta lag var líka einu i lag dagsins hjá mér! aðeins of sætt lag:D Og alveg ein best pickup lína sem ég hef nokkurntíman heyrt!! HAHAHA
Kv. Andrea á Indlandi
Vei vei, Helena! Bara byrjuð að blogga, mér lýst vel á það. Gaman að lesa um hvernig líf mitt hefði getað orðið ef ég hefði farið til Gumma eins og stóð til á tímabili.
Þessi síða er því enn ein síðan sem ég get dundað mér við að lesa í leiðinglegum tíma í skólanum.
Bið að heisla bróðir mínum, mágkonu og Brynjari krútti.
Kv. Ásdís
Nei gaman að geta fylgst með þér hér:D Ætlaði bara að kvitta;)
Kv. Anna Guðjóns.
Post a Comment