Friday, May 22, 2009

Hvað er ÉG að gera!? Hvað ert ÞÚ að gera!? EKKI NEITT!!!!!!!

Gaaaaa! Ég trúi því ekki hvað það er stutt þangað til að ég kem heim! frickin 1 og 1/2 mánuður!
Er sko klárlega ekki tilbúin að koma heim! þó svo að ég hlakki ekkert smá að hitta alla heima og sakna ykkar allra...þá er bara allt of mikið sem að ég á eftir að gera! :)

Annars maður búin að bralla ýmislegt síðan að ég skrifaði síðast! en svona þetta helsta...
Þá bættist nýr fjölskyldumeðlimur í litlu sætu lúx-fjölskylduna mína þann 3. maí sl. Sem að var bara yndislegt! Lítill strákur og erum við öll ekkert smá ánægð með hann!

En við stúlkurnar skruppum í smá verslunarferð til Metz, laugardaginn 9. maí sem að var bara ótrúlega fínt! ætluðum að finna okkur einhverja snilld fyrir þema djamm en því miður fundum við bara ekki neitt! þannig að í staðinn fórum við bara allar niðrí bæ með alveg eins varalit ;) hahaha...algjörar skvísur!

ég að setja á mig varalitinn hennar Kaju í strætó á leið í bæinn ;)


Föstudaginn 15. maí fórum við svo 8 stelpur saman til Oberhausen í Þýskalandi (rétt fyrir utan Köln) og sáum BEYONCÉ live!!!! og OHHH MYYY GOOOOOOD!!! það er bara fáránlegt hvað hún er geðveik! ég er bara búin að finna nýja fyrirmynd í lífinu! En tónleikarnir voru einmitt haldnir í sömu höll og við sáum mr West í nóvember!...þannig að ég var örlítið stressuð að fara þangað aftur...sérstaklega þar sem að Hanna greyið komst ekki með okkur heldur þurfti að vera heima að passa á meðan! (mig grunar að ég verði ansi oft minnt á þá staðreynd...þar sem að hún veit alveg hversu hræðilegt mér finnst að hún kom ekki með okkur!...og getur því notfært sér þetta í að fá sínu framgengt! hahaha) þaaannig að ég var þarna eins og algjör auli labbandi inní höllina hálf titrandi og þurfti Kaja að leiða mig inní salinn! ekki grín! mér leið bara eins og mr West myndi birtast á sviðinu aaanymoment! og þurfti ég að sannfæra mig um að þetta væri baaara Beyoncé..sem að er auðvitað fááránlegt! þar sem að hún er sko ekkert BARA Beyoncé! hún er frickin BEYONCÉ!!!


AAAWESOME!!!


Hún var fullkomin!!!!
(ég fékk myndirnar lánaðar hjá þér Beta ;))

Síðan voru nú sumir búnir að bíða aaansi lengi eftir laugardeginum 16. maí! En þá átti hún Hanna Lilja afmæli! Og það var sko algjör snilldar dagur! Hanna & Kaja voru báðar að passa þannig að við héldum bara kökuboð fyrir okkur og börnin! Ég held að ég hafi verið spenntari að gefa Hönnu gjöfina sína en hún að fá hana! plús ég held að ég hafi aldrei verið jafn fáránlega jealous út í afmælisgjöf! En ég gaf henni Kanye West stuttbuxur/náttbuxur...ógeðslega flottar! Hanna fékk svo fullt af pökkum frá Kaju & Nönnu, ég held að hún hafi nú verið ansi sæl með daginn skvísan ;)
En um kvöldið var Hanna búin að bjóða au pair stelpunum heim til Kaju í Afmæli/Eurovision partý...oooog hversu nett er að vera að halda uppá afmælið sitt (eiga afmæli) þegar að Ísland lendir í 2. sæti!!! Þetta kvöld var aaaaaaaaaalgjör SNILLD! vægast sagt! Takk æðislega fyrir kvöldið enn og aftur stúlkur mínar! og þá sérstaklega alla leynifundina okkar...þeir voru bestir ;)


The BIRTHDAY GIRL!....svo veit ég ekkert hvaða lúði er þarna við hliðiná henni!


Sunnudagurinn var svo bara mega chill dagur! mjög næs! Grétum úr okkur augun við að horfa á lokaþáttinn af Grey's (ég&Hanna þeas...Kaja hristi bara hausinn yfir grenjinu í okkur hahahhah)

Þessi vika er svo búin að vera frekar skrýtin! Það var skólafrí í gær(fimmtudag) og í dag(fös) þannig að á miðvikudaginn skelltum við stúlkurnar (ég, Hanna, Kaja, Nanna & Lilja) á smá skrall! og það var svo fááránlega gaman! eitt fyndasta kvöld sögunnar...einhvernveginn tekst mér alltaf að gera mig að aaalgjöru fíbbli! náði að detta á hausinn fyrir framan ca 30 manns og gat svo ekki staðið upp þar sem að ég hló svo mikið! Var svo allt fjandans kvöldið að reyna að sanna það að ég væri 20...ekki 16 ára! hahahahahah

Í gær kíktum við svo nokkrar saman á White þar sem að rapparinn Mims ("this is why I'm hot") var mættur á svæðið! það var líka frekar fyndið kvöld!

Í kvöld ætluðum við svo að fara í bíó....en misstum af myndinni!...vandræðalegt!
Morgundagurinn verður síðan tekinn snemma þar sem að við ætlum að skella okkur til Brussel! Ég hlakka sko ekkert smá mikið til :D Það verður geðveikt!

Jæja...nenni ekki að skrifa meira...þarf að vakna snemma í fyrramálið!

Lag dagsins: It ain't over 'til it's over - Lenny Kravitz..þarf að segja meira!...maðurinn er legend ;) hahahhahaha

love love love

Helena

Tuesday, May 12, 2009

Fyrir pabba...



ok...veit að þetta er að koma soldið seint...en mér er alveg sama...mér fannst ég ekki getað sleppt þessu!

Langaði bara að láta ykkur öll vita að hann elsku LANG BESTI pabbi minn átti afmæli í dag!
Það eru ekki allir sem að eru eins heppnir og ég að eiga lang besta (og tanaðasta!) pabbann!

Hefði svo verið til í að vera heima í dag...en svona er þetta! Vona að dagurinn þinn hafi verið yndislegur elsku pabbi og þú færð bara að eiga inni hjá mér afmælisknús þegar að ég kem heim :D

Lag dagsins: Brown eyed girl - Van Morrison - Verður bara alltaf hugsað til pabba þegar að ég heyri þetta lag! :)

love you

Þín

Helena :****Bestu foreldrar í heimi! Þið sem að haldið að þið eigið bestu foreldra í heimi...því miður...þið hafið lifað í blekkingu og lygi ...svekk!