Thursday, December 18, 2008

I'll be home for Christmas....



....já já já já! ég er að fara heiiim á morgun!! Ég trúi ekki hversu fljótt þetta hefur liðið....jólafríið á örugglega eftir að þjóta hjá og ég verð komin aftur til Lúx á no time!

En við stelpurnar erum búnar að vera duglegar að reyna að láta tímann líða sem hraðast þessa vikuna t.d. með leit að ljótasta skreytta húsinu í Lúxemborg...og þau eru nú frekar mörg...er eiginlega undantekning ef að húsin hér eru flott skreytt! Ótrúlegt hvað sum húsin eru fáááááránlega ljót! Og það virðist sem að það sé nánast einungis hægt að velja um tvennt...slöngu seríur...sem eru um það bil eitt það ljótasta sem að ég veit! og jólasveinar sem að virðast vera að hanga í reipi út um gluggan hjá fólki...en í ca 95% tilvika er eins og það sé búið að hengja jólasveininn...mjög fallegt og skemmtilegt...sérstaklega fyrir börnin! En Lúxarar eru yfir höfuð frekar latir í því að skreyta húsin sín...mjög fá hús sem eru eitthvað skreytt! Því verður mjög góð tilbreyting að koma heim í OFURskreytta landið :)


skvísurnar í Trier ;)

Laugardagurinn var líka algjör snilldardagur! Við byjuðum á því að skella okkur til Trier...taka lestina kl korter yfir 9 um morguninn...en auðvitað gat það ekki gengið áfallalaust fyrir sig! Ég og Lilja misstum auðvitað af fjandans lestinni! Hanna, Kaja & Eva náðu henni hins vegar! Ég og Lilja fórum þá bara á maccarann og fengum okkur morgunmat...Lilja greyið var að DEYJA úr þynnku&þreytu en hún hafði farið á djammið með weiler stúlkunum kvöldið áður og var búin að sofa í ca.....klukkutíma, kannski einn & hálfan hahaha!

Hanna tilbúin í djammið!


Svo fórum við bara allar heim og tókum því rólega :) Ég fór svo til Evu um áttaleytið og fór þá að taka mig til...stelpurnar komu síðan aðeins síðar og græjuðu sig...við vorum ekkert smá flottar...vorum búnar að ákveða að taka þemadjamm....Dreamgirlsdjamm :)*Dreamgirls*

Við fengum freeekar mikla athygli...hvert sem að við fórum...eiginlega aðeins of mikla hahaha!
En þetta var alveg FÁRÁNLEGA gaman :) Þrátt fyrir smá óhöpp sem að hefði verið skemmtilegra að sleppa :(


Hópknúúúús!


En nú er klukkan orðin alveg fáránlega margt og ég ætti að vera löngu farin að sofa....

Þannig að ég segi bara góða nótt og sjáumst á klakanum :**

Lag dagsins: Frank Sinatra - I'll be home for christmas....freeekar augljóst :)

RISA knús og kossar frá Lúx

Helena ;*

Thursday, December 4, 2008

Fyrir alla þá sem að þurfa að kveljast í prófunum ;)

Nú fer nú aldeilis að styttast í þetta! Aðeins 15 dagar í heimkomu :) Undanfarnir 3 mánuðir hafa liðið alveg fáránlega hratt! Áður en ég veit af verð ég farin aftur út í janúar...eins gott að ég skipuleggi mig vel í jólafríinu...ef að ég ætla að ná að hitta alla fyrir 3. janúar!

En eins og sést í færslunni fyrir neðan átti ég afmæli síðasta föstudag. Dagurinn byrjaði frekar furðulega þar sem að í fyrsta sinn...síðan ég man ekki hvenær var ég ekki vakin með afmælissöng og m0rgunmat (verður bara tekið þegar að ég kem heim;)!!) Opnaði fínu pakkana mína sem mamma og María voru svo indælar að koma með út til mín! Mamma hringdi svo í mig og öll familían söng svo fyrir mig afmælissönginn í gegnum símann...mjög krúttlegt! Eva, Hanna, Karitas & Lilja komu svo til mín í smá brunch og höfðum við það bara rosa kósý :) Ég var svo bara í rólegheitunum mest allan daginn - var búin að panta borð á stað niðrí bæ sem að heitir Cat Club og myndaðist smáá stress um kvöldið þar sem að ég þurfti auðvitað að vesenast smá og vera frekar mikið á síðustu stundu...en þetta reddaðist á endanum (ég skulda ykkur ennþá kokteil stúlkur!!) En staðnum er skipt í tvennt; continental & thai. Ég pantaði borð á continental en þegar að komið var á staðinn var borðið okkar í thai hlutanum...stelpunum leist nú ekkert allt of vel á staðinn í fyrstu en svo held ég að flestar hafi verið nokkuð ánægðar með matinn :)
Eftir matinn var svo haldið niðrí bæ, Maren megadriver skutlaði okkur niðrá Viking þar sem að við komum okkur fyrir á í horninu okkar. Hins vegar brá okkur frekar mikið þegar að við sáum að það var hljómsveit sem að var að setja upp inná Viking....ekkert mál....nema hvað að þeir voru allir fáránlega gamlir...er nokkuð viss um að allavega einn hafi sloppið út af elliheimlinu!! (Og hinir voru hver öðrum ófríðari!)Hanna stökk afstað til að spjalla við ellismellina og komst að því að þetta var local hljómsveit sem að heitir svo mikið sem Radio Pop! Þeir byrjuðu ekkert sérstaklega vel en þegar að leið á kvöldið skánuðu þeir svo...Hækkuðu heldur betur í áliti þegar að þeir spiluðu 'Birthday' með Bítlunum fyrir mig...kunni virkilega að meta það :) Á meðan við stelpurnar skáluðum í kampavíni! Ótrúlega gaman!! Við dönsuðum svo úr okkur allt vit fram undir morgun! Takk aftur æðislega fyrir kvöldið skvísur þetta var æði!!! Ótrúlega skemmtilegt afmæliskvöld :D

Veit ekki hvaða vitleysingur þetta er sem ákvað að stilla sér upp fyrir aftan okkur...en hún var allavega grúppía Radio Pop #1!!!

Annars erum við bara búnar að vera í rólegheitunum undanfarna daga. Á laugardaginn kíkti ég aðeins niðrí bæ með Maren litlu frænku ;) Og var komið jólaskap í liðið, mjög kósý að rölta um bæinn :) Eftir bæjarferðina var svo brunað til Hönnu þar sem að var búið að bjóða í jólaglögg heima hjá henni sem að var rosa fínt. Á sunnudeginum fórum við á international basar sem að er alltaf fyrir jólin hér í Lúx. Þá er fólk frá hinum ýmsu þjóðum sem að er að kynna/selja vörur frá heimalandinu. Og var Ísland auðvitað með sinn bás, þar sem að voru t.d. seldar peysur frá Farmers Market ásamt ýmsum öðrum lopavörum, íslenskt nammi, malt & appelsín og svo var hægt að kaupa sér ýmislegt að borða eins og t.d. flatkökur m. hangikjöti og pulsur. Löbbuðum við því mjög sáttar út með íslenska ss pulsu og appelsín :)


Ég og Hanna erum svo búnar að reyna frá því á mánudagskvöldið að kaupa okkur smá Kanye varning á síðunni hans.....en af einhverjum ástæðum er kortunum okkar alltaf neitað...mig grunar að það sé vegna þess að kortin eru íslensk...að það sé bara búið að loka á íslensku kortin! MJÖG mikið bögg!! En það er vonandi að við finnum einhverja lausn á þessu vandamáli okkar! Annars er ég hrædd um að við verðum frekar mikið vonsviknar!

En ég held að ég hætti nú bara hér þar sem að ég er að fara að borða...

Gangi svo öllum sem að eru að fara í jólapróf rosalega vel...ég mun hugsa til ykkar þegar að ég verð að njóta þess að gera ekki neitt...múhahaha!!

Lag dagsins: Welcome to Heartbreak - Kanye West ... maðurinn er einfaldlega of nettur fyrir lífið og nýi diskurinn hans er GEÐVEIKUR!!!