Friday, November 28, 2008

In case you didn't know....

...en þá er ég afmælisstelpa í dag :)

Jébbs loksins er stelpan orðin tvítug :) Þetta á örugglega eftir að vera frekar skrýtinn afmælisdagur þar sem að núna í fyrsta sinn...ever örugglega verð ég ekki vakin af fjölskyldunni með afmælissöng og morgunverði í rúmið (mamma það er spurning hvort að þið takið það ekki bara þegar að ég kem heim ;))



Njótiði dagsins :)

Sunday, November 23, 2008

Put your diamonds in the sky if you feel the vibe!

Úff...jæja þá held ég að ég sé loksins tilbúin að koma með Kanye blogg!


Mættar!

En á miðvikudaginn fórum við 5 stelpur saman að sjá Kanye West í Oberhausen í Þýskalandi. Ég og Hanna vorum búnar að taka spenninginn upp á nýtt level (gátum bókstaflega ekki sofið vegna spennu...ég vaknaði kl 6 á miðvikudagsmorgninum!) Hanna hafði keypt sér geeðveika húfu í Amster og ég fór í vikunni með Evu í ghetto búðina sem að við vorum búnar að finna niðrá Gare. Þar fann ég svarta pallíettu húfu...mjög töff! ;) Svo höfðu Hanna, Lilja & Kaja keypt Kanye gleraugu fyrir okkur allar í Amster. Til að toppa lúkkið braut ég frekar heilaga afmælisreglu á mínu heimili og fór í geeeðveiku strigaskóna sem að ég valdi mér í Liége (sorry mamma...en þetta var neyðartilfelli!)

Karitas var svo almennileg að fara á sínum bíl aka bláu þrumunni, og lögðum við í'ann um fjögur. Við vorum ekki búnar að keyra nema í ca 20-30 mín þegar að beið okkur þessi þvílíka bílastappa! Og fylgdumst við bara með mínútunum bætast við í naviinu hjá okkur! Og svona var það alla leiðina endalaust af einhverjum vegaframkvæmdum með tilheyrandi stöppum! Það verður bara að segja eins og er að bíllinn sem að Kaja er á er enginn mega bíll...þannig að við skiptumst á að keyra. Þegar að það kom að mér þá útilokaði ég algjörlega alla spennu til þess að ég gæti einbeitt mér 100% að akstrinum. Enda hélt ég að puttarnir mínir ætluðu að detta af ég hélt svo fast um stýrið! Þetta hafði samt ákveðnar afleiðingar í för með sér.....þegar að Hanna sá hvað ég var stressuð og einbeitt varð hún enn stressaðri....svo þegar að ég var búin að leggja bílnum áttaði mig loksins á því að við værum komnar sá ég hvað Hanna var geðveikt stressuð þannig að ég varð enn verri! Við vorum þá 3 eðlilegar stúlkur og 2 við það að líða útaf vegna stress og spennu sem að gengum inní tónleikahöllina í Oberhausen. Við fórum og fundum sætin okkar og því lengur sem að við biðum magnaðist alltaf hnúturinn sem að var mættur í magann á mér!!

Eva var svo spennt að hún sofnaði ;)


Kallinn mætti svo á svið kl 9.....nettari en ALLT! Lá á sviðinu og var fyrsta lagið Good morning (eins og ég og Hanna vorum búnar að spá fyrir um!). Sviðið var ekkert smá flott...búið að búa til eins og yfirborð á einhverri plánetu. En það er semsagt heildar "conceptið" á tónleikum...geimskipið hans 'Jane' hrapar á ókunnugri plánetu! Mjög töff ;)
En öll þessi spenna og stress gjörsamlega sprakk um leið og K mætti á sviðið! Ímyndið ykkur gömlu Bítla myndböndin þar sem stelpurnar eru gjörsamlega að flippa....öskra og gráta...þannig vorum við Hanna! Ekki að ýkja! Hef aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta! En hann var GEÐVEIKUR! Highlight of my life!!!!!! Fannst reyndar ömurlegt að það var eitthvað að símanum mínum þannig að ég gat ekki hringt í Eygló mína (við förum á hann eftir áramót beibsla!!!!)
Við vorum líka ekkert smá flottar allar með Kanye gleraugun...klikkuðum reyndar algjörlega á því að taka mynd af okkur öllum saman!
Á meðan hann var á sviðinu er ég nokkuð viss um að ég missti öll tengsl við veruleikann...fann ekkert fyrir því hvað ég var ótrúlega svöng og þyrst (helltist líka allt yfir mig um leið og tónleikarnir voru búnir). Tónleikarnir voru 1&1/2 tími og liðu allt of hratt! En ég hef ekki neitt út á þá að setja...hann var LEGENDARY! Everything we dreamed of! Ég og Hanna vorum búnar að ákveða að kaupa okkur bol á tónleikunum en þegar að við komum að bolasölunni voru þeir bolir sem að okkur langaði í búnir...ákváðum við þá að kaupa okkur í staðin svona passa...mjög flottir, og kaupa þá bara bolinn á netinu. Fólkið sem að var að selja bolina var girt af og ég kalla bara á þann fyrsta sem að ég sé hvað við ætlum að kaupa...sendi hann mér þá frekar undarlegt look og sagðist bara vera þarna til að árita diskana sína, þá var þetta semsagt rappari sem að heitir Consequence. Ég held að hann hafi orðið frekar móðgaður...og ekki batnaði það þegar að fleiri fóru að biðja hann um hjálp. Eftir smá bið fengum við svo loksins passana okkar!
Héldum svo sjúklega sælar aftur í bílinn og byrjuðum á að stimpla inní naviinn hvar næsti KFC væri. Eftir 30mín akstur fundum við svo KFC en þá var greinilega nýbúið að loka....því brunuðum við bara á makkarann sem að var nánast í næsta húsi. Ég hef komist að því að McDonalds er lifesaver...hefur bjargað mér nokkrum sinnum þegar að ég er algjörlega að farast úr hungri...þetta var eitt af þeim skiptum!

Hanna og Karitas skiptust svo á að keyra á leiðinni til baka og vorum við komnar heim um 3. Ég gat hins vegar ekki sofnað fyrr en kl 4! Fimmtudagurinn var hins vegar einn undarlegasti dagur í mínu lífi! Ég veit ekki ennþá hvað gerðist en ég var bara eins og í einhverri leiðslu allan daginn! Fór eiginlega í gegnum daginn í einhverju mógi....fannst ég bara eitthvað svo tóm og vissi eiginlega ekkert hvernig ég ætti að haga mér! Ég og Eva fórum í frönsku og ég hélt bara enganveginn einbeitingu - held ég hafi aldrei upplifað jafn langan dag!! Svo gat ég ekki hugsað mér að hlusta á neitt annað en Kanye...en hins vegar gat ég það ekki einu sinni þar sem um leið og ég heyrði eitthvað með honum fékk ég bara sting í hjartað og nánast tár í augun!! (Nei mamma ég er alveg viss um að það var ekki heilaþvottur í gangi og ég er ekki gengin í sértrúarsöfnuð!) Þetta var svakalegt! Og ég er bara fyrst núna að fá mig til þess að segja almennilega frá þessu! Aldrei nokkurntíman upplifað neitt þessu líkt áður...og geri ekki ráð fyrir að þetta muni gerast aftur...nema þegar að ég fer aftur á Kanye :P

Svo komu rosa góðar fréttir, en Lilja átti að fara heim núna á laugardaginn....en vegna umferðarteppu á leiðinni til Frankfurt missti hún af vélinni. Hún náði þá að breyta miðanum þannig að hún ætti flug heim á morgun (mánud) En hún er búin að finna sér núna nýjan samastað og ætlar því að vera hér með okkur lengur :) Og nær því að vera með í gleðinni á föstudaginn :D

En það eru einungis 5 dagar í afmælið mitt :) Mamma og María komu með pakka handa mér og bíða þeir núna bara eftir að verða opnaðir...ég get ekki beðið mikið lengur!!! Held að ég þurfi kannski að láta bara Evu geyma þá fyrir mig!

Talandi um Mömmu og Maríu en þær komu einmitt í heimsókn til mín um síðustu helgi þ.e.a.s þær komu á fimmtudag og fóru aftur á sunnudag. Og var roooosa gott að fá þær í heimsókn :) Ég rúntaði með þær út um allt til að sýna nú mömmu Lúx og hversu mikið borgin hefði breyst! Á föstudeginum vorum við bara í rólegheitunum að rölta um í bænum en á laugardeginum fórum við í smá bíltúr til Trier...og tókum Evu með okkur :) Um kvöldið fórum við svo allar saman út að borða á Hotel Italia! En frá því að ég kom til Lúx hefur mamma alltaf verið að tala um þennan veitingastað/hótel og að ég þyrfti endilega að hafa augun opin fyrir honum, helst reyna að finna hann! Ég var búin að keyra út um allt en aldrei rak ég augun í þennan stað! Kom svo ekki í ljós þegar að við fórum þarna á laugardagskvöldinu að ég og Eva keyrum þarna framhjá 2x í viku!!! Meira að segja er stórt neon skilti merkt Hotel Italia utan á húsinu - tókum ekki alveg eftir því!
Svona getur maður nú verið stupid stundum :P
Ég get nú ekki sagt að sunnudagurinn hafi verið neitt sérstaklega skemmtilegur dagur!! Það var alveg ótrúlega erfitt að kveðja mömmu og Mæju og veit ég ekki alveg hvernig ég á eftir að fara að því að kveðja alla aftur eftir áramót! Eva hins vegar yndið sem að hún er hélt mér félagskap og kom mér í gegnum daginn ;) Takk elskan þú er yndisleg ;**

Jæja held að þetta sé nú orðið sögulega langt blogg - þannig að ég held að ég hætti hér !

Lag dagsins: Heartless - Kanye West....því hann er legend og 808s & Heartbreak kemur út á morgun :)



Ég & Hanna - Við vorum klárlega nettustu tónleikagestirnir!!!

Wednesday, November 19, 2008

Hey mama!

HEY MAMA!!!

(Hey Mama), I wanna scream so loud for you, cuz I'm so proud of you
Let me tell you what I'm about to do, (Hey Mama)
I know I act a fool but, I promise you I'm goin back to school
I appreciate what you allowed for me
I just want you to be proud of me (Hey Mama)

I wanna tell the whole world about a friend of mine
This little light of mine and I'm finna let it shine
I'm finna take yall back to them better times
I'm finna talk about my mama if yall don't mind
I was three years old, when you and I moved to the Chi
Late December, harsh winter gave me a cold
You fixed me up something that was good for my soul
Famous homemade chicken soup, can I have another bowl?
You work late nights just to keep on the lights
Mommy got me training wheels so I could keep on my bike
And you would give anything in this world
Michael Jackson leather and a glove, but didn't give me a curl
And you never put no man over me
And I love you for that mommy cant you see?

Seven years old, caught you with tears in your eyes
Cuz a nigga cheatin, telling you lies, then I started to cry
As we knelt on the kitchen floor
I said mommy Imma love you till you don't hurt no more
And when I'm older, you aint gotta work no more
And Imma get you that mansion that we couldn't afford
See you're, unbreakable, unmistakable
Highly capable, lady that's makin loot
A livin legend too, just look at what heaven do
Send us an angel, and I thank you (Hey Mama)

[Chorus]
Forrest Gump mama said, life is like a box of chocolates
My mama told me go to school, get your doctorate
Somethin to fall back on, you could profit with
But still supported me when I did the opposite
Now I feel like it's things I gotta get
Things I gotta do, just to prove to you
You was getting through, can the choir please
Give me a verse of “You, Are So Beautiful To Me?
Can't you see, you're like a book of poetry
Maya Angelou, Nicky Giovanni, turn one page and there's my mommy
Come on mommy just dance wit me, let the whole world see your dancing feet
Now when I say Hey, yall say Mama, now everybody answer me (Hey Mama)

I guess it also depends tho, if my ends low
Second they get up you gon get that Benzo
Tint the windows, ride around the city and let ya friends know (Hey Mama)

Tell your job you gotta fake em out
Since you brought me in this world, let me take you out
To a restaurant, upper echelon
Imma get you a jag, whatever else you want
Just tell me what kind of S-Type Donda West like?
Tell me the perfect color so I make it just right
It don't gotta be Mother's Day, or your birthday
For me to just call and say (Hey Mama)


Elsku besta mamma


Til hamingju með daginn!! Vildi óska að ég gæti verið hjá þér á afmælisdaginn!
En í staðin höldum við bara uppá tvöfalt afmæli þegar að ég kem heim

Love you ;**

Helena

Did you realize That you're a champion? In their eyes!!



I gotta testify


I'm up in the spot lookin extra fly'

Fore the day I die, I'ma touch the sky

Gotta testify

I'm up in the spot lookin extra fly'

Fore the day I die, I'ma touch the sky


Back when they thought pink Polos would hurt the Roc

Before Cam got the shit to pop

The doors was closed, I felt like Bad Boy's street team

I couldn't work the locks/The LOXNow let's go, take 'em back to the plan

Me and my momma hopped in that U-Haul van

Any pessimists I ain't talk to them

Plus I ain't have no phone in my apart-a-ment...

Let's take 'em back to the club

Least about an hour I stand on line

I just wanted to dance, I went to Jaboc an hour

after I got my advance, I just wanted to shine

Jay favorite line, dawg in due time

Now he look at me like damn dawg, you what I am

A hip-hop legend, I think I died

in an accident, cause this must be heaven


Now let's take them hi-ah-igh-igh-igh-ighhhh

(Top of the world baby)

(Top top of the world)

A-la-la-la-lah-la-lahhhhh (Top of the world baby)

(On top of the world)

Back when Gucci was the shit to rock

Back when Slick Rick got the shit to pop

I'd do anything to say I got it

Damn, them new loafers hurt my pocket

Before anybody wanted K-West beats

Me and my girl split the buffet at KFC

Dog, I was having nervous breakdowns

Like "Man - these niggaz that much better than me?"

Baby, I'm goin on an airplane

And I don't know if I'll be back again

Sure enough, I sent the plane tickets

But when she came to kick it, things became different

Any girl I cheated on, sheets I skeeted on

Culdn't keep it home, thought I needed a Nia Long

I'm tryin to right my wrongs

But it's funny them same wrongs helped me write this song, now


I gotta testify

Come up in the spot lookin extra fly'

Fore the day you die, you gon' touch the sky

You gon' touch the sky baby girl, testify

Come up in the spot lookin extra fly'

Fore the day you die, you gon' touch the sky


Yes, yes, yes, guess who's on third

Lupe steal like Lupin the 3rd

Here like air 'til I'm beer on the curb

Peachfuzz buzz but bid on the verge

Let's slow it down like we're on the syrup

Bottle shaped body like Mrs. Butterworth

But, before you say another word

I'm back on the block like I'm layin on the street

I'm tryin to stop lion/lyin like I'm Mum-Ra

But I'm not lyin when I'm layin on the beat

En garde, or touche', Lupe cool as the under

But I still feel posessed as a gun chargeto come/cum as correct as a porn star

And a fresh pair steps in my best foreign car

Self, I represent the first

Now let me end my verse right where the horns are


We take it home baby

Sky high, I'm, I'm sky high

I'm, I'm sky high

I'm, I'm sky high

I'm, I'm sky

I'm sky high

Sky, uh, sky high

I'm, I'm sky high

Yeah, keep it rollin, yeah

Feels good to be home baby, feels good to be home


Wednesday, November 12, 2008

When you're a Jet, you're a Jet all the way!

Jæja þá er Liége helgin yfirstaðin og var yndislegt að fá aðeins að knúsa pabba sinn :)
Hildur skutlaði mér út á lestarstöð kl 9 á laugardagsmorgninum, ég var búin að koma mér vel fyrir með ipodinn minn og bókina mína - á eftir öðru stoppinu (voru 15 á milli Lúx og Liége) birtist þá ekki frekar ófrýnilegur maður í klefann minn. Maðurinn var varla sestur niður þegar að hann byrjaði að tala við gluggann!! Og segja glugganum...eða ósýnilegumanneskjunni sem að sat á milli okkar...hvað var fyrir utan gluggann! Ekki það að ég skildi nokkuð sem að maðurinn sagði, hef ennþá ekki hugmynd hvaða tungumál maðurinn var að tala - ég reyndi bara að leiða hann hjá mér og hækkaði bara enn meira í ipodinum. Þurfti hann þá ekki að færa sig á móti mér og stara á mig þar til að hann sofnaði!!! Ég þorði varla að líta upp, starði bara á ipodinn (var sem betur fer búin að setja Office & Grey's inná hann - sem að bjargaði algjörlega þessari lestarferð!)
Rétt áður en lestin kom til Liége hrökk maðurinn upp og kallaði 'Halelúja!'. Hann spurði mig svo hvort að ég væri að fara til Liége...jú sagði ég þá, svo hélt hann áfram að reyna að tala við mig en ég skildi ekki stakt orð af því sem maðurinn sagði, talaði einhvernveginn ofaní hálsinn á sér!
Þegar að lestin hafði stoppað flýtti ég mér út og stökk á pabba, rosalega var nú gott að sjá hann :D
Við röltum svo á hótelið hentum farangrinum mínum inn og drifum okkur niðrí bæ. Ef ég á að segja eins og er þá er Liége nú ekki beint mest spennandi borg í heimi...eða sú fallegasta. En það er samt sem áður mjög gaman að versla þar, fullt af skemmtilegum búðum! Við byrjuðum á því að setjast niður og fá okkur kaffi og ekta belgíska vöfflu, hún var roosa góð :) Röltum svo um bæinn og kíktum í nokkrar búðir :) Ég fékk m.a. að velja mér smá afmælisglaðning :P Annars vorum við nú ekkert að versla allt of mikið :) En ákváðum nú að nýta gengið áður en það yrði 300 ;) (á ekki alltaf að líta á björtu hliðarnar?) Eftir vel heppnaðan verslunardag tókum við leigubíl uppá hótel, skiluðum af okkur pokunum og röltum svo á kínverskan veitingastað rétt hjá hótelinu. Ég fékk rosa góða peking önd en pabbi var ekki alveg eins ánægður með sitt - hann hafði ætlað sér að fá sér eitthvað spicy og pantaði því karrý kjúklingarétt, en hann var á svipuðu styrkleika stigi og fiskibollurnar í karrýsósu sem að ég fékk hjá ömmu Svönu þegar að ég var yngri...hahaha!
Á leiðinni aftur uppá hótel löbbuðum við í gegnum tívolí sem að var komið í bæinn og tókst pabba að ganga beint ofaní giant drullupoll, þrátt fyrir hróp mín og köll þá óð hann bara beint í pollinn með þeim afleiðingum að buxurnar hans urðu allar út ataðar í drullu! Það var aðeins of fyndið!
Sérstaklega þar sem að hann áttaði sig ekki á aðstæðunum fyrr en hann var kominn ofaní miðjan pollinn! Þegar að við komum uppá hótel fylgdumst við með eggjakasti í fréttunum, reyndum að fá Spaugstofuna til að virka...tókst ekki...og fórum því bara í háttinn.
Á sunnudeginum vorum við búin að plana að fara í stórt og fínt mall í Liége. Eftir morgunmatinn tókum við okkur því göngutúr þangað - en eins og í flestum borgum í Evrópu er allt lokað á sunnudögum! Við héldum því bara göngutúrnum áfram - fórum niðrí bæ, settumst á kaffihús og fylgdumst með fólkinu í Liége. Við höfðum séð auglýst daginn áður að það ætti ein búð að vera opin á sunnudeginum og auðvitað drifum við okkur þá þangað....ásamt öllum öðrum sem að höfðu ekkert að gera í Liége! Eftir þessa litlu verslunarferð röltum við uppá hótel. Ákváðum að fá okkur smá í gogginn á hótelinu fyrir lestarferðina og fengum okkur þá heimsins minnstu samlokur ;) Tókum svo leigubíl uppá lestarstöð. Þegar að lestin kom tók ég þá skyndiákvörðun að hafa kveðjustundina "quick and painless" knúsaði pabba og stökk um borð...og náði því að stöðva (að mestu) táraflóð sem að hefði annars komið ef ég hefði dregið hana eitthvað.

Annars eru fyrstu dagar vikunnar búnir að vera nokkuð rólegir - kíkti á smá rúnt með Hönnu, Karitas og Lilju á mánudagskvöldið og gáfu þær mér svölustu sólgleraugu sem til eru....fjólublá Kanye gleraugu (set mynd síðar)....þar sem að við erum að fara á Kanye West í Þýskalandi 19. nóvember (afmælisdaginn hennar mömmu!) og ég er að deeeeyyyyjjjjjjjjaaaaaaaa ég er svo spennt!


Kanye!!!

Síðan eru mamma og Mæja að koma í heimsókn til mín á morgun :) Og ég get eiginlega ekki líst því hvað ég er spennt! Væri auðvitað æði að fá alla, Tómas og pabba líka...en þeir koma bara með síðar :) Ég er búin að gera drög að smá dagskrá fyrir okkur mæðgurnar og ég hef mikla trú að það verður rosa gaman hjá okkur :)

Verð svo að fá að koma með smá *mont* en þannig er að Comme des Garcons línan í H&M er akkurat að koma í búðir í fyrramálið og ætla ég aldeilis að drífa mig þangað um leið og það opnar :D Svona er nú heppilegt að búa í H&M landi :)37 dagar í Ísland og 16 í afmæli!!!

Lag dagsins: Best of my love - Emotions - Heyrði þetta lag í dag og það minnir mig alltaf svo á mömmu! Hlakka til að sjá þig á morgun elsku elsku mamma mín :**

Love frá Lúx
Helena

Friday, November 7, 2008

Fyrir Elínu Londonbúa

"How d'you do, I see you've met my faithful handyman
He's just a little brought down because when you knocked
He thought you were the candyman....."

Trúi ekki að ég hafi gleymt að taka Rocky Horror með mér út!...oh well....til þess er youtube!



Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt hér í Lúx - það eru ekki nema 42 dagar í að ég fer heim í jólafrí :O
Og 21 dagur í tvítugsafmælið!!!! Er reyndar ekki búin að ákveða hvernig ég ætla að halda uppá stórafmælið - en ég þarf að fara að huga að því að mixa eitthvað skemmtilegt :)


Síðasta (og þarsíðasta) vika voru nú ekkert sérstaklega viðburðarríkar - hins vegar náði ég að láta lítinn draum rætast sem að ég hef átt frekar lengi :) En á föstudaginn síðasta var sem sagt Halloween - ég var að horfa á sjónvarpið í rólegheitunum seinnipartinn þegar að dyrabjöllunni er hringt - standa þá ekki fyrir utan 3 ótrúlega krúsileg börn í búning og kalla öll í kór "trick or treat". Ég auðvitað hljóp inn (fáránlega spennt) og náði í nammi handa þeim, átti svo enganveginn von á þessu - langaði mest að láta mömmu þeirra taka mynd af mér með þeim sem sönnunargagn að ég hafi tekið þátt í þessari hátið :) jébbs mér hefur nebblega alltaf langað til að vera með í þessu! Hefur alltaf fundist Halloween svo miklu svalari heldur en öskudagurinn - ég á hins vegar enn eftir að skera út grasker! Tók þá ákvörðun um daginn að á mínu heimili verður alltaf skorið út grasker! (Hvar svo sem ég mun búa ;))

Um kvöldið kíkti ég svo aðeins á stelpurnar sem að voru þá heima hjá Hönnu - skutlaði svo bara Lilju og Karitas niðrí bæ og dreif mig svo bara heim í háttinn.

Síðasta laugardag átti svo Karitas tvítugsafmæli og bauð okkur heim í mat. Fengum rosa gott asískt kjúklingasalat og Hanna var svo búin að baka handa skvísunni afmælisköku - og þekja hana svo með kertum :) Aðeins of mikið af kertavaxi sem að fór á kökuna held ég - sérstaklega þar sem að helmingurinn af kertunum voru "magic-candles" (kveiknar aftur á þeim)!! Greyið Hanna var búin að vera svo rooosa spennt alla vikuna að nota kertin að hún gjörsamlega missti sig úr hlátri þegar að Karitas blés síðan á kertin. Fórum svo allar saman niðrí bæ og var rosa gaman hjá okkur - kannski aðeins of gaman hjá sumum...ehemm...


En núna verður tekin smá "skrall-pása" ekki það að ég sé búin að vera neitt brjálað öflug í því! En í fyrramálið er ég að fara með lest til Liége (Belgíu) að hitta pabba :D Og er ég roooooooosa spennt að sjá hann! Pabbi fékk nefnilega svo heppilegt flug og er akkurat í fríi yfir helgina :) En ég fór í gær niðrá lestarstöð að kaupa mér miða í lestina og auðvitað þurfti ég að bíða í korter fyrir utan bílaplanið þar sem að það var fullt! Sat bara í bílnum og beið eftir því að einhver færi - í kappi við manneskjuna í bílnum við hliðiná mér hvor væri á undan að ýta á takkann til að fá miða svo ég kæmist nú inn!
Síðan eru mamma og María að koma til mín í heimsókn í næstu viku! Verður æði að fá þær í heimsókn - alltaf gott að fá mömmsu sína í heimsókn :)

Eva (og Tóti! líka) buðu okkur stúlkunum í bananasplit í gærkvöldi - en því miður komust Karitas og Lilja ekki en þær voru að passa. Þannig að við Hanna vorum bara 2 í ís-veislunni :) Takk aftur æðislega fyrir bananasplittið í gær elsku Eva - það var geeeðveikt!

Svo verð ég bara að segja þér Elín en það er nú eiginlega allt of freistandi að skjótast aðeins til þín í smá heimsókn - fyrst þú ert nú búin að stytta dvöl þína...sérstaklega þegar manni er boðin frí gisting og læti :P En ég pæli í þessu - og þú líka ;)

Til hamingju með afmælið elsku Kristín!! Gef þér afmælisknús þegar að ég kem heim ;)

En jæja ég er nú bara að pæla að fara frekar snemma í háttinn þar sem að ég vil nú helst vera úthvíld í Liége á morgun :)

Takk allir fyrir kveðjurnar - endilega haldið áfram að commenta :)

Lag dagsins : Daddy Cool - Boney M - Miss you elsku bestasta Eygló (svo á nafnið líka svo vel við helgina ;)...og hljómsveitin líka hahahah....er það ekki pabbi ;))