"Look up to the sky, do you know why there aren't any stars?! Because they are in your eyes!!"
Þetta hlítur að vera með því fyndnara sem að ég hef heyrt í langan langan tíma! Enda ætlaði ég ekki að geta hætt að hlægja eftir að ég heyrði þetta á laugardaginn!
En við stelpurnar fórum á smá skrall um helgina og var bara rosa gaman hjá okkur. Vantaði reyndar Evu mína og Hönnu líka en þær voru í Brussel (eða eitthvað svoleiðis ;))
Á föstudaginn sóttu Lilja og Kaja mig, við pikkuðum svo Arndísi upp og brunuðum í Weiler til Eddu þar sem að hún var búin að bjóða öllum au pair stúlkunum í mat. Þá var stelpan aldeilis búin að vera á fullu að undirbúa fajitas fyrir okkur...búin að skræla gúrkur og allt ;) Djös veisla!! ;)
Uppúr miðnætti fórum við svo á bar sem heitir Viking sem að við stúlkurnar erum nokkuð duglegar að stunda - og sumar duglegri en aðrar ;) Okkur Arndísi og Lilju til mikillar gleði hittum við aftur krakka sem að við höfðum hitt 5 vikum áður einmitt á Viking. Þetta eru sem sagt 2 strákar (annar frá Wales og hinn Lúxari) og 1 bandarísk stelpa sem að var því miður að fara aftur til USA. En þetta eru ofsalega skemmtilegir krakkar og vorum við mjög glaðar að hitta þau aftur! :) Eftir að Viking var lokað ætluðum við að fara á Fever (annar staður rétt hjá) en hættum svo eiginlega við þar sem að ég og Kaja vorum ekki að nenna að vera lengur niðrí bæ. Lilja var því svo indæl að skutla okkur heim og fór svo aftur í bæinn með Arndísi og strákunum.
Þetta var bara einum of fyndið kvöld og bíð ég spennt eftir myndum (og myndböndum) frá stelpunum þar sem að myndavélin mín var batteríslaus.
Á laugardaginn var ég bara heima í rólegheitum en fór svo til Lilju um kvöldið þar sem að hún og Kaja elduðu dýrindis pasta og súper hvítlauksbrauð ;) Arndís kom svo til okkar og þegar að við vorum búnar að taka okkur til fórum við til Eddu (reyndar með smá stoppi hjá Arndísi). Eftir að hafa fengið okkur aðeins í aðra tánna hjá Eddu skutlaði Arndís okkur niðrá Viking - en þegar að við komum þangað voru þeir þá ekki bara að loka...iss piss...urðum frekar pirraðar - Lilja var hins vegar ekki lengi að blikka Miltisbrand (einn dyravörðurinn - veit ekki hvaðan þetta nafn kemur) en hann var að fara að vinna á White og skutlaði okkur því þangað! Á laugardagsnóttina breyttist svo klukkan og vorum við því allar meðvitaðar um það að klukkan 3 væri klukkan bara 2! En við ákváðum að vera ekki of lengi í bænum þetta kvöldið þar sem að við vorum að fara í smá road trip til Frankfurt, þar sem að Arndís var að fara til Íslands (bara í smá heimsókn!) á sunnudeginum. Við bjölluðum svo í hann Rudy (aðal leigubílsstjórinn hér í Lúx - algjör dúlla - elskar allar íslensku stelpurnar og gefur okkur alltaf feiiitan afslátt ;))
Ég, Kaja og Lilja skutluðumst svo með Arndísi út á Frankfurt main (tekur ekki nema 2 tíma!) á sunnudagsmorgninum - ótrúúlega ferskar kl 9 um morguninn!! Komum við á bensínstöð til að kaupa smá þynnkumat fyrir ferðalagið! Það hjálpaði hins vegar ekki að sjá 10 road-kill á leiðinni! aðeins ooooof ógeðslegt! Arndís greyið var næstum búin að missa af vélinni og var konan í check in ekki alveg sú hressasta! Þegar að við vorum komnar aftur til baka voru Eva og Hanna að koma frá Brussel og um kvöldið fórum við í bíó á Tropic Thunder -ótrúlega fyndin en einnig ein mesta steik sem að ég hef séð!!
Ég fékk svo gleðifréttir í gær - en það lítur út fyrir það að ég sé að fá smá fjölskyldu heimsókn eftir tja eiginlega bara nokkra daga :) En það er enn pínu óráðið og skýrist vonandi sem fyrst - ég er allavega orðin rooooosa spennt :)
Jæja held að ég fari að horfa á smá Ugly Betty - og svo kannski jafnvel bara að sofa :)
Lag dagsins: Anyone else but you - The Moldy Peaches ....af því bara...
Love love
Helena
Monday, October 27, 2008
Thursday, October 23, 2008
Fyrir elskulegu (en óþolinmóðu) mömmu :)
Því miður kæra móðir en þá er líf mitt hér í Lúx ekki það atburðaríkt að ég geti bloggað á hverjum degi...og það er ekki til neins að vera að beita mig einhverjum þrýstingi...þú veist það sjálf að það virkar ekkert ;)
En þessi vika er búin að vera mjög róleg. Ég og Eva erum búnar að komast að því að sunnudagar hér í Lúx eru dead boring...það er ekki hægt að gera neitt - það er allt lokað! Þannig að við höfum ýmist tekið uppá því að: horfa á eitthvað í tölvunni, horfa á eitthvað í sjónvarpinu, rúnta um Lúx (sem að tekur frekar stuttan tíma þar sem að borgin er svo ogguponsu lítil). Eva var reyndar að tilkynna mér að það væri víst hægt að fara í keilu hér - þannig að við ætlum að drífa í því að sína þessum Lúxurum alvöru keilu takta (ömmuskot m.a.)! Svo er skólinn alveg á "fullu" hjá okkur, með ólíkindum bekkjar systur okkar verða bara furðulegri...og meira þreytandi með hverjum tímanum. Við tökum eftir einhverju nýju held ég í hverjum tíma. Ég t.d. komst að því í dag að í bekknum okkar er mesta kennara sleikja sem ég hef nokkurntíman hitt í mínu lífi - og hún er 41 árs indversk kona!
Annars grunar mig að jólafílingurinn verði kominn í mann frekar snemma í ár - ég og Eva tölum ekki um annað en jólin! Ekki alveg nógu sniðugt þar sem að það er ennþá október!! Ég sé frammá að ég verði farin að ganga um með jólasveinahúfu þegar að ég kem heim ef að ég bæli þetta ekki aðeins niður...ég held að ég bíði nú allavega fram í nóvember!
Talandi um nóvember þá er nú aldeilis farið að styttast í afmælið mitt...aðeins 36 dagar! Og ég veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera! Langar rooosa mikið að fara til Parísar...veit hins vegar ekki hvort að fjárhagur minn muni leyfa mér það! Sérstaklega eftir að ég sá hvað Eva þurfti að borga mikið fyrir hana og Tóta!! Þannig að ef að einhver er með góða afmælishugmynd...endilega látið mig vita...væri best ef að það kostar ekkert rosa mikið :)
Svo verð ég að leiðrétta síðustu færslu þar sem að ég sagði að það væru 2 farnar heim, því að Lilja verður lengur sem að er frábært, en því miður þurfti Steina að fara heim - og hennar er sárt saknað!
En jæja ætla að horfa á einn Ugly Betty og koma mér svo í háttinn - þetta var nú bara aðeins of dead boring - en það er svona þegar að það er bara ekkert að gerast hjá manni ;)
Lag dagsins:
Candy Man - Sammy Davis Jr. - Because I am the Candyman ;)
Knús og kossar frá Lúx
Helena
En þessi vika er búin að vera mjög róleg. Ég og Eva erum búnar að komast að því að sunnudagar hér í Lúx eru dead boring...það er ekki hægt að gera neitt - það er allt lokað! Þannig að við höfum ýmist tekið uppá því að: horfa á eitthvað í tölvunni, horfa á eitthvað í sjónvarpinu, rúnta um Lúx (sem að tekur frekar stuttan tíma þar sem að borgin er svo ogguponsu lítil). Eva var reyndar að tilkynna mér að það væri víst hægt að fara í keilu hér - þannig að við ætlum að drífa í því að sína þessum Lúxurum alvöru keilu takta (ömmuskot m.a.)! Svo er skólinn alveg á "fullu" hjá okkur, með ólíkindum bekkjar systur okkar verða bara furðulegri...og meira þreytandi með hverjum tímanum. Við tökum eftir einhverju nýju held ég í hverjum tíma. Ég t.d. komst að því í dag að í bekknum okkar er mesta kennara sleikja sem ég hef nokkurntíman hitt í mínu lífi - og hún er 41 árs indversk kona!
Þessi hefur lært af Suda!
Annars grunar mig að jólafílingurinn verði kominn í mann frekar snemma í ár - ég og Eva tölum ekki um annað en jólin! Ekki alveg nógu sniðugt þar sem að það er ennþá október!! Ég sé frammá að ég verði farin að ganga um með jólasveinahúfu þegar að ég kem heim ef að ég bæli þetta ekki aðeins niður...ég held að ég bíði nú allavega fram í nóvember!
Talandi um nóvember þá er nú aldeilis farið að styttast í afmælið mitt...aðeins 36 dagar! Og ég veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera! Langar rooosa mikið að fara til Parísar...veit hins vegar ekki hvort að fjárhagur minn muni leyfa mér það! Sérstaklega eftir að ég sá hvað Eva þurfti að borga mikið fyrir hana og Tóta!! Þannig að ef að einhver er með góða afmælishugmynd...endilega látið mig vita...væri best ef að það kostar ekkert rosa mikið :)
Svo verð ég að leiðrétta síðustu færslu þar sem að ég sagði að það væru 2 farnar heim, því að Lilja verður lengur sem að er frábært, en því miður þurfti Steina að fara heim - og hennar er sárt saknað!
En jæja ætla að horfa á einn Ugly Betty og koma mér svo í háttinn - þetta var nú bara aðeins of dead boring - en það er svona þegar að það er bara ekkert að gerast hjá manni ;)
Lag dagsins:
Candy Man - Sammy Davis Jr. - Because I am the Candyman ;)
Knús og kossar frá Lúx
Helena
Saturday, October 18, 2008
Fyrir Hildi háskólanema ;)
Ok...ég ætla að gera smá blogg tilraun...sjáum til hvernig þetta gengur :)
En nú er ég búin að vera í Lúx í tæpar 8 vikur og líður bara ofsalega vel hér. Langar ekkert að koma heim....sérstaklega þegar ástandið er eins og það er núna!
Ég get nú ekki sagt að ég sé búin að gera margt á þessum 8 vikum - en þá þarf bara að kippa því í lag. Ég og Eva erum búnar að vera með á planinu hjá okkur að drífa okkur til Trier í smá verslunarferð - við þurfum bara að finna einhvern góðan laugardag! Einnig hef ég mikið verið að spá í að fara yfir afmælishelgina mína til Parísar með Evu...en eins og staðan er núna þá þorir maður varla að hreyfa sig - þori hvorki að kaupa mér lestarmiða né panta hótel þar sem að ég legg ekki í að reyna að nota kreditkortið. En það er vonandi að þetta fari nú að lagast - þessir froska ráðamenn verða nú að fara að hysja upp um sig buxurnar því að þetta gengur ekki lengur svona!
Dagarnir hjá mér eru annars frekar rólegir - reyni að passa mig að eyða ekki of miklum tíma í h&m ;) Ég og Eva förum í frönsku skóla 2x í viku sem er fínt - erum reyndar með freeeekar spes konum í bekk...fittum ekki alveg þarna inní. Hefðum greinilega þurft að byrja á því að fara í tímann ömurlegur húmor 101!!
Held að við séum 13 eða 14 au pair stelpur þ.e.a.s sem erum hjá íslenska bankafólkinu og reynum við að vera duglegar að hittast - erum reyndar 5 (núna vorum 7 :( 2 farnar heim) sem að hittumst mest. Erum búnar að taka nokkur djömm...og tja þetta er frekar fyndið. Ef ég á að segja eins og er þá minnti þetta mig frekar mikið á Tyrkland þegar að við fórum í fyrsta skiptið niðrí bæ - og gerir það eiginlega svolítið ennþá. En karlmenn eru í miiiklum meirihluta inná öllum stöðunum (ca 80-85% strákar) en sem betur fer eru þeir ekki eins og Tyrkirnir á Alanya sem að voru tja aðeins of ágengir. Lúxararnir virðast skilja orðið nei.
Við urðum fyrir frekar miklu sjokki þegar að við fórum niðrí bæ um síðustu helgi - fyrstu viðbrögðu sem að við fengum frá öllum útlendingum sem að við töluðum við...þegar að við sögðumst vera íslenskar var - mikill hlátur, vorkunn og fólk að "bjóðast" til að gefa okkur pening. Þar sem að Ísland væri farið á hausinn - orðið gjaldþrota. Einn lét okkur hafa nafnspjaldið sitt (vinnur í banka) og sagði okkur að hringja í hann, gæti örugglega hjálpað okkur eitthvað - uuu..takk - annar sagði að Hollendingar væru búnir að dæla svo miklum pening inní landið að Ísland ætti að verða hluti af Hollandi! En við gerðum okkur enga grein fyrir því hvað litla Ísland var búið að vera mikið í heimsfréttunum.
Annars er núna mikill undirbúningur í gangi fyrir Halloween í Lúx - eða allavega í hverfinu hjá okkur. Í kvöld verður svo 2 götum í Bertrange (hverfi við hliðiná okkur í Strassen) lokað svo að krakkar geta farið "trick or treating" Veit reyndar ekki afhverju það verður í kvöld þar sem að Halloween er ekki fyrr en 31. okt.
Var að passa í gærkvöldi hjá fólki sem býr bara í næstu götu og tókst þá að misstíga mig frekar illa - þannig að nú er ég með bólgna rist og haltra hér út um allt :/
Til hamingju með daginn elsku Þórdís! Gef þér riiisa knús þegar að ég kem heim ;**
Held að þetta sé komið ágætt í bili -
Lag dagsins : Pirate - m. The Filthy Youth
Aðeins of svalt lag!
Lööve frá Lúx :*
Helena
En nú er ég búin að vera í Lúx í tæpar 8 vikur og líður bara ofsalega vel hér. Langar ekkert að koma heim....sérstaklega þegar ástandið er eins og það er núna!
Ég get nú ekki sagt að ég sé búin að gera margt á þessum 8 vikum - en þá þarf bara að kippa því í lag. Ég og Eva erum búnar að vera með á planinu hjá okkur að drífa okkur til Trier í smá verslunarferð - við þurfum bara að finna einhvern góðan laugardag! Einnig hef ég mikið verið að spá í að fara yfir afmælishelgina mína til Parísar með Evu...en eins og staðan er núna þá þorir maður varla að hreyfa sig - þori hvorki að kaupa mér lestarmiða né panta hótel þar sem að ég legg ekki í að reyna að nota kreditkortið. En það er vonandi að þetta fari nú að lagast - þessir froska ráðamenn verða nú að fara að hysja upp um sig buxurnar því að þetta gengur ekki lengur svona!
Dagarnir hjá mér eru annars frekar rólegir - reyni að passa mig að eyða ekki of miklum tíma í h&m ;) Ég og Eva förum í frönsku skóla 2x í viku sem er fínt - erum reyndar með freeeekar spes konum í bekk...fittum ekki alveg þarna inní. Hefðum greinilega þurft að byrja á því að fara í tímann ömurlegur húmor 101!!
Held að við séum 13 eða 14 au pair stelpur þ.e.a.s sem erum hjá íslenska bankafólkinu og reynum við að vera duglegar að hittast - erum reyndar 5 (núna vorum 7 :( 2 farnar heim) sem að hittumst mest. Erum búnar að taka nokkur djömm...og tja þetta er frekar fyndið. Ef ég á að segja eins og er þá minnti þetta mig frekar mikið á Tyrkland þegar að við fórum í fyrsta skiptið niðrí bæ - og gerir það eiginlega svolítið ennþá. En karlmenn eru í miiiklum meirihluta inná öllum stöðunum (ca 80-85% strákar) en sem betur fer eru þeir ekki eins og Tyrkirnir á Alanya sem að voru tja aðeins of ágengir. Lúxararnir virðast skilja orðið nei.
Við urðum fyrir frekar miklu sjokki þegar að við fórum niðrí bæ um síðustu helgi - fyrstu viðbrögðu sem að við fengum frá öllum útlendingum sem að við töluðum við...þegar að við sögðumst vera íslenskar var - mikill hlátur, vorkunn og fólk að "bjóðast" til að gefa okkur pening. Þar sem að Ísland væri farið á hausinn - orðið gjaldþrota. Einn lét okkur hafa nafnspjaldið sitt (vinnur í banka) og sagði okkur að hringja í hann, gæti örugglega hjálpað okkur eitthvað - uuu..takk - annar sagði að Hollendingar væru búnir að dæla svo miklum pening inní landið að Ísland ætti að verða hluti af Hollandi! En við gerðum okkur enga grein fyrir því hvað litla Ísland var búið að vera mikið í heimsfréttunum.
Annars er núna mikill undirbúningur í gangi fyrir Halloween í Lúx - eða allavega í hverfinu hjá okkur. Í kvöld verður svo 2 götum í Bertrange (hverfi við hliðiná okkur í Strassen) lokað svo að krakkar geta farið "trick or treating" Veit reyndar ekki afhverju það verður í kvöld þar sem að Halloween er ekki fyrr en 31. okt.
Var að passa í gærkvöldi hjá fólki sem býr bara í næstu götu og tókst þá að misstíga mig frekar illa - þannig að nú er ég með bólgna rist og haltra hér út um allt :/
Til hamingju með daginn elsku Þórdís! Gef þér riiisa knús þegar að ég kem heim ;**
Held að þetta sé komið ágætt í bili -
Lag dagsins : Pirate - m. The Filthy Youth
Aðeins of svalt lag!
Lööve frá Lúx :*
Helena
Subscribe to:
Posts (Atom)